Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 52
1592. Bæði þessi kort er að finna í bók Marie Simon-Thomas um
hollenska Islandsfara á 17. og 18. öld.
Af lýsingu sögumanns má greinilega sjá, að hann getur ekki
leynt aðdáun sinni einkum á tvennu, sem hann reynir og fyrir
augu ber á þessu ævintýralega ferðalagi: Landslaginu á Vest-
fjörðum og íslenska hestinum, sem létti strandmönnum síðasta
spölinn á landi, þó þeim þætti nóg um erfiðið samt:
„Milli klukkan sjö og átta komumst við þrátt fyrir allt og guði
sé lof, heilu og höldnu, en dauðuppgefnir til Arnarfjarðar. Þar
fengum við mjög vinsamlegar móttökur á skipinu, sem við áttum
að sigla með, og hinn besta viðurgerning. Skip þetta var hrað-
skreið húkkorta, 31 dönsk lest að stærð, og þann annan október
sigldum við af stað til Kaupmannahafnar í góðum byr undir
fullum seglum. Síðar fengum við óhagstæðan byr, sem tafði
okkur lengi áður en við komumst fyrir landið. Þann fimmta
komum við fyrir Jökul, þann níunda sigldum við hjá Fuglaskeri
og þann ellefta hjá Vestmannaeyjum. Við vorum nú komnir
suður fyrir landið og fengum góðan meðvind í svölu veðri. Að
morgni þess fimmtánda siglÖum við fram hjá Færeyjum.“
Hér kveðjum við Jan Maartenszoon Groen og skipsfélaga
hans. Það er af ferð þeirra að segja, að þeir komust loks heim til
sín í Vlaardingen hinn 12.nóvember, 1782, eftir tafsamt ferðalag
frá Kaupmannahöfn um Kiel og Hamborg til Hollands.
Nákvæmninni í frásögninni heldur duggarinn til enda, eins og
hann hafði lofað í inngangsorðum sínum og getur þess sérstak-
lega, að þeir hafi komið til heimaborgar sinnar klukkan ellefu að
morgni. Ekki gleymir hann að þakka skaparanum giftusama
björgun, sem hann segir að hafi orðið til þess að auka enn traust
sitt á himneskri handleiðslu.
50