Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 51
„Annað skip lá þó á Arnarfirði, sem gat tekið hina sex með.
Við gripum þetta tækifæri tveim höndum, og eftir að stýrimað-
urinn og fimm hásetar höfðu komið sér fyrir í skipinu ásamt
farangrinum þann átjánda september, og við hinir hjálpað til
við að lesta fisk fram til þess tuttugasta og þriðja, lögðum við af
stað til Arnarfjarðar þann sama dag. Við fórum af stað frá
Patreksfirði klukkan tíu um morguninn með tíu hesta, sem báru
okkur og farangur okkar. Klukkan tólf komum við til Tálkna-
fjarðar, og héldum þaðan aftur klukkan eitt í djúpum snjó, sem
gerði færðina ennþá þyngri á þessari erfiðu leið. A leiðinni
máttum við hafa okkur alla við að tolla á baki. Oft stukku
hestarnir með okkur ofan af steinum, sem gátu verið allt að tíu
feta háir. Svo leiknir voru hestarnir í þessu, og svo varlega fóru
þeir, að undrum sætti, og aldrei stukku þeir fyrr en þeir fundu,
að við vorum fastir í sessi. Allt þetta megnaði þó ekki að vinna
bug á hinum kaldranalega svip landslagsins, ekki síst þar sem
fjöllin, sem við riðum yfir, voru svo óhugnanlega brött, að við
hefðum hrapað lóðrétt niður án þess að koma nokkurs staðar við,
hefðum við dottið af baki. Og svo var hæðin mikil, að við gátum
bókstaflega ekkert greint af því, sem fyrir neðan lá. Uppi í
fjöllunum snjóaði, en fyrir neðan rigndi, og þegar við komum
niður, gátum við aðeins séð upp í miðjar hlíðar fjallsins, því að
ofanverðu byrgðu þokuský útsýnið.“
Hér segir dagbókarhöfundur, að áð hafi verið eina klukku-
stund í Tálknafirði, sem hann nefnir „Luisbaai“. Eftir orðsins
hljóðan merkir það einfaldlega „Lúsaflói“ eða „Lúsafjörður“, og
kemur okkur því heldur spánskt fyrir sjónir. Vera má, að hér sé
um einhverja gamla afbökun að ræða úr öðru tungumáli, eða
uppátæki sjómanna, sem náð hefur að festa rætur. Heiti þetta er
viðhaft á hollenskum kortum frá 18. öld, þ.á.m. á svoköllu
„Nýju, endurbættu korti af íslandi frá 1761“, eftir Jan de Vos í
Zierikzee, en þaðan voru m.a. gerðar út duggur til veiða á fs-
landsmiðum. Aftur á móti er Tálknafjörður nefndur sínu rétta
nafni á miklu eldri kortum, svo sem á korti Andreas Velleius frá
4
49