Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 38
fullum seglum. En ekki var þess langt að biða að okkar mestu
raunastundir rynnu upp, því snemma morguns þess átjánda
mættum við þremur skipum, sem gáfu okkur viðvörun um að við
yrðum að snúa við til þess að lenda ekki í ís. Þótt okkur brygði
mjög í brún við þetta, héldum við sömu stefnu, en lentum í
hafísnum fyrr en varði. Dimmviðri og þoka var ennþá á, svo að
við biðum átekta. Þegar birti af degi sáum við fleiri skip í kring-
um okkur. Við ákváðum þá að gera aðra atrennu að ísnum, en
þegar við komum að honum, reyndist hann svo fádæma þéttur,
að við þorðum ekki að leggja í hann, og enn síður sökum þess hve
dimmt var í lofti. Við snerum því fimm skip saman til baka.“
Ekki nafngreindir dagbókarhöfundur hin skipin fjögur, en
tilgreinir aftur á móti nöfn allra skipstjóranna, þar á meðal Kets
Struis, sem slóst í för með „De Jonge Alida“, og höfðu þessi tvö
skip samflot uns yfir lauk.
„Þann nítjánda var bæði kalt og hvasst og bættist þá sjötta
skipið í hópinn. Um tíuleytið um morguninn héldum við því sex
saman í átt til lands og hugðumst sigla inn á Héðinsfjörð. En þar
eð svo mikil þoka var á og sumir okkar þorðu ekki að leggja að
landi, hversu mjög sem við þráðum að komast inn á fjörðinn,
lögðum við aftur frá landi og létum reka til austurs um nóttina.
Að morgni þess tuttugasta milli klukkan fjögur og fimm drógum
við aftur upp segl og stefndum saman í hóp í austurátt í þeirri
von að komast þannig heim á leið. Við sigldum í austur fyrir
norðlægum vindi. En vart höfðum við siglt meira en tvær
stundir er við lentum í hættu af völdum íss. Þá var þó dálítið
farið að létta í lofti. Við héldum því stefnu gegnum ísinn, þótt
hættulegur væri, þar til við komum að ísfláka, sem hvergi sást
fyrir endann á, og eftir fimm stunda siglingu neyddumst við enn
til að breyta um stefnu og sigla í vesturátt. Loks töldum við
okkur vera við Húnaflóa. Þegar við sigldum áður fyrir Horn, var
lítið um ís í flóanum, en nú var hann fullur af ís.“
Þegar hér er komið sögu er greinilegt, að skipverjar hafa misst
36