Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 38

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 38
fullum seglum. En ekki var þess langt að biða að okkar mestu raunastundir rynnu upp, því snemma morguns þess átjánda mættum við þremur skipum, sem gáfu okkur viðvörun um að við yrðum að snúa við til þess að lenda ekki í ís. Þótt okkur brygði mjög í brún við þetta, héldum við sömu stefnu, en lentum í hafísnum fyrr en varði. Dimmviðri og þoka var ennþá á, svo að við biðum átekta. Þegar birti af degi sáum við fleiri skip í kring- um okkur. Við ákváðum þá að gera aðra atrennu að ísnum, en þegar við komum að honum, reyndist hann svo fádæma þéttur, að við þorðum ekki að leggja í hann, og enn síður sökum þess hve dimmt var í lofti. Við snerum því fimm skip saman til baka.“ Ekki nafngreindir dagbókarhöfundur hin skipin fjögur, en tilgreinir aftur á móti nöfn allra skipstjóranna, þar á meðal Kets Struis, sem slóst í för með „De Jonge Alida“, og höfðu þessi tvö skip samflot uns yfir lauk. „Þann nítjánda var bæði kalt og hvasst og bættist þá sjötta skipið í hópinn. Um tíuleytið um morguninn héldum við því sex saman í átt til lands og hugðumst sigla inn á Héðinsfjörð. En þar eð svo mikil þoka var á og sumir okkar þorðu ekki að leggja að landi, hversu mjög sem við þráðum að komast inn á fjörðinn, lögðum við aftur frá landi og létum reka til austurs um nóttina. Að morgni þess tuttugasta milli klukkan fjögur og fimm drógum við aftur upp segl og stefndum saman í hóp í austurátt í þeirri von að komast þannig heim á leið. Við sigldum í austur fyrir norðlægum vindi. En vart höfðum við siglt meira en tvær stundir er við lentum í hættu af völdum íss. Þá var þó dálítið farið að létta í lofti. Við héldum því stefnu gegnum ísinn, þótt hættulegur væri, þar til við komum að ísfláka, sem hvergi sást fyrir endann á, og eftir fimm stunda siglingu neyddumst við enn til að breyta um stefnu og sigla í vesturátt. Loks töldum við okkur vera við Húnaflóa. Þegar við sigldum áður fyrir Horn, var lítið um ís í flóanum, en nú var hann fullur af ís.“ Þegar hér er komið sögu er greinilegt, að skipverjar hafa misst 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.