Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 31

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 31
Hélt ég svo frá þessu góða heimili með þakklátum huga. Og enn í dag, að fimmtíu árum liðnum, hlýnar mér um hjartarætur þegar ég minnist gistingarinnar í Arnarholti. Eftir stutta göngu kom ég upp á lágan klettaás. Þá blasti við mér Bæjarsveitin og Hvítáin, sem liðaðist milli grasigróinna bakka og malareyra. Kippkorn neðar, handan árinnar, sá ég hvítmálaðar byggingar, sem ég vissi að mundi vera Hvítárbakki, þessi lángþráði staður. Nú var líka kominn miðvikudagur, ná- kvæmlega vika síðan ég lagði af stað að heiman. Ég gekk hægt síðasta spölinn niður með ánni, þar til ég stóð á eyrinni beint á móti skólanum. Ain er þarna nokkuð breið og ég sá að bátkæna var á bakkanum hinum megin, auðsjáanlega til að ferja fólk yfir ána. Ég stóð nú þarna um stund og vissi ekki hvað gera skyldi. Fljótlega sá ég tvo menn koma frá húsinu og ganga niður að ánni. Þeir ýttu bátnum á flot og annar steig út í hann og settist undir árar, en hinn ýtti frá landi. Bátsmaður reri knálega á móti straumnum, sem var töluverður við austurlandið, svo bátinn hrakti fyrst niður eftir. En brátt kom hann í lygnuna og kom þá upp ána þangað sem ég stóð. þessi ungi maður stökk upp úr bátnum og heilsaði mér alúðlega. Sagðist hann vera nemandi í skólanum og heita Jón Þórðarson frá Borgarholti. — Hann er nú kennari í Reykjavík og þekktur fyrir vinnubækur sínar. Skáld er hann einnig allgott. Bauð hann mér nú að setjast í bátinn og reri til baka. þegar við komum i strauminn við austurlandið barst báturinn hratt undan, en samt tókst Jóni að lenda nákvæmlega þar sem báturinn átti að vera. þessa list lærði ég seinna, því oft ferjaði ég um veturinn. Við gengum frá bátnum og héldum heim að skólanum. Mér var litið upp í glugga, sem blöstu við beint á móti. Þar birtust andlit við andlit, eins þétt og komist var. Þetta voru nemendur skólans að virða fyrir sér þennan síðbúna furðufugl norðan af Ströndum. Öllu þessu fólki átti ég nú eftir að kynnast. Á ég margar góðar minningar frá þeim tíma, sem í hönd fór, en það er önnur saga. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.