Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 43

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 43
hugarlund þær nauðir og margvíslegu hættur, sem við höfðum sloppið úr vonum framar, geta auðveldlega skilið hve heitt og innilega við þökkuðum guði þessa gæfusömu og skjótu breytingu á högum okkar. Mannlegt hjarta finnur þá fyrst til lukku sinnar að frelsast frá yfirvofandi ógæfu, þegar því hefur lærst af eigin reynslu í hve miklar raunir maðurinn getur ratað. Við töldum okkur nú komna í örugga höfn. Lífi okkar var borgið. Skipin lágu þama tryggilega að sjá, svo að við vorum vongóðir um að komast út á þeim aftur við batnandi veðurskilyrði, og — hamingjunni sé lof — að komast aftur til föðurlandsins eftir ótaldar hættur.“ En skjótt skipast veður á lofti og enn fengu duggarar að reyna, að við Island eru veður válynd. Landsins forni fjandi hafði ekki ennþá lokið ætlunarverki sínu í „Lýsuvík“ Hollendinga, hóf upp hramminn á ný og gerði endanlega út um þennan ójafna leik: „Þessi gleðiríka von varð þó að engu tveimur dögum síðar, eða hinn 25. ágúst. Hávaðarok af norðaustri hrakti svo mikinn ís inn á fjörðinn, að ekki dugði lengur að liggja fyrir akkerunum þremur, sem við höfðum varpað út. Loks þrýstist ísinn af þvílíku heljarafli að landi, að við þorðum ekki að bíða lengur með að setja skipin á land, meðan ennþá gafst færi til þess. Eitt akkerið drógum við inn, annað létum við liggja. og hið þriðja höfðum við til taks á vindunni. Þvínæst settum við upp segl, renndum út kaðli og hleyptum á land. Sjór var þá ennþá sléttur í skjóli við ísinn, en auk þess gengum við varlega og fumlaust til verks, og af þessu leiddi, að landtakan varð ekki hörð. Næstu þrjá daga héldum við til í skipunum. Þá tók sjó að brjóta undan ísnum og fór mjög hækkandi, en við þetta tóku skipin svo mjög að velta, að óviðunandi varð, og þótt það væri okkur mjög á móti skapi, neyddumst við til að flýja skipin hinn 28. ágúst.“ Þarna stóðu þeir í fjörunni í Bolungavík á Hornströndum í hafísnepjunni tuttugu og fjórir menn, tólf af hvoru skipi, og hlustuðu á gnauðið í hafísnum meðan strandaðar duggurnar stigu þunglamalegan dans í fjöruborðinu. Þungt hefur þeim verið í sinni, en ekki dugði að láta hugfallast: 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.