Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 44

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 44
„Þegar við sáum hvað verða vildi, fluttum við nokkrar tunnur á land, stöfluðum þeim og strengdum segl yfir, þannig að við fengum dálítið skjól næstu nótt fyrir mesta hráslaganum, en urðum að sofa á berri klöppinni. Þann tuttugasta og níunda tókst okkur með erfiðismunum að ná meiri vörum úr skipunum, svo sem mó, öli, salti og matvælum, sem við áttum, einnig kojum okkar og helstu nauðsynjum. Síðan reistum við okkur tjald úr rekaviðarstaurum, tunnum og seglum, sem okkur hafði lukkast að ná úr skipunum. í tjaldi þessu höfðum við síðan samastað 24 menn að deginum. Fyrir utan kyntum við bál eftir þörfum, þvi þarna á staðnum var nógan eldivið að fá. Matinn elduðum við í fjárhúsi, sem stóð þarna rétt hjá, og á nóttunni sváfum við í tveimur stofum eða húsum, sem íslendingar létu okkur hafa til afnota.“ Sögumaður getur þess ekki nánar með hvaða hætti fslend- ingar skutu skjólshúsi yfir strandmenn og ekki verður í það ráðið með neinni vissu hvort hér hafi verið um gestrisni og hjarta- gæsku Hornstrendinga að ræða, eða hvort Hollendingarnir hafi borgað fyrir greiðann með einhverju af varningi sínum. Eftir hugarfari dagbókarhöfundar að dæma hefði mátt búast við að finna einhvern þakklætisvott í frásögninni, ef um ókeypis greiðasemi hefði verið að ræða. En í þessu sambandi ber á ýmislegt að líta, svo sem almenn viðhorf og lög um strandgóss á þessum tíma, svo og hið mikla hallæri og skort, sem hrjáði landsmenn á þessum tíma og gerði þá lítt aflögufæra, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Dagbókin tekur sérstaklega fram, að þeir hafi fengið svefnstað í stofum eða húsum. Þetta bendir til þess, að strandmenn hafi heyrt fslendinga bera sér orðið baðstofa í munn, og hafi svo verið, hefur farið allsæmilega um þá á þeirra tíma mælikvarða á íslandi. En langt finnst þeim sem bíður, og því léttir strandmönnum í skapi um sinn þegar veður gengur niður og þeir sjá sér fært að fara að bjástra við skip sín á ný: „Þegar við höfðum hírst þarna til annars september, gerðum við okkur annað tjald. Hinn sjötta september var sjór miklu 42 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.