Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 58
þó að ekki séu þeir tilnefndir. Samt er ekki hægt að skilja við
þessa upptalningu án þess að minnast á sýslufundina, þar sem
þeir hafa verið merkar allsherjar samkomur fyrir alla sýsluna
gegnum tíðina.
Gamlar gjörðabækur sýslufundanna eru geymdar á Þjóð-
skjalasafninu. Ekki þarf lengi að fletta blöðum í þeim til að sjá,
að fundirnir hafa verið merkar samkomur, er markað hafa spor í
menningarsögu okkar og stutt alla framfaraviðleitni. Um og
fyrir aldamótin voru fundirnir oftast haldnir að Broddanesi, en
þó stundum á Smáhömrum eða Kollafjarðarnesi. Áður hafði
Kirkjuból í Tungusveit verið fundarstaður til ársins 1885. Þarna
voru jafnan rædd þau velferðarmál, sem efst voru á baugi á
hverjum tíma. Kenndi þar margra grasa. Einna fyrirferðarmest
voru vegamálin, enda mun stærsti hluti teknanna hafa runnið til
samgöngubóta. Þá var einnig rætt um skipulag póstferða,
vörðuhleðslur, ýms mál, en vörðuðu þjónustu og síðast en ekki
síst menntamál. M.a. kemur fram, að sýslunefnd hefur hlutast til
um að 9 sveitakennarar, öðru nafni heimiliskennarar fengju
kennslustyrk úr Landssjóði á árunum 1891—96. Ennfremur er
gaman að geta þess, að nokkru fyrir aldamót hóf sýslunefndin að
styrkja sundkennslu með fjárframlögum, og var það Magnús
Magnússon sýslunefndarmaður Hrófbergshrepps, sem fyrst bar
fram hugmyndina um sundmennt Strandamanna á sýslufundi
árið 1891.
Þegar Heydalsárskólinn var reistur árið 1896 þá veitti sýslu-
nefnd honum fljótlega fé úr sjóði Fellsskólastofnunarinnar og
auk þess nokkrum styrk árlega, sem var vissulega mjög þýðing-
armikið fyrir rekstur skólans því að hann var hreinlega fjárvana.
Ríkið greiddi ekki einn eyri af stofnkostnaði hans og veitti ekki
heldur neinn rekstrarstyrk fyrstu árin. Það var loks, er skólinn
hafði starfað í þrjú ár að fyrsta fjárveiting kom til hans úr
Landssjóði eins og ríkissjóður var nefndur þá. Þetta voru þó ekki
nema 30 kr. Það var þá öll fúlgan. Hún samsvaraði aðeins einum
mánaðarlaunum kennara. Það var því ljóst, að það féll í hlut
heimila nemendanna og sveitarfélagsins að fjármagna þessa
menntastofnun.
56
J