Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 46
koll þann 10 september í ofviðri. Við reyndum að koma því í lag
eins fljótt og unnt var, en tókst ekki að ljúka verkinu, því síðdegis
þann ellefta september kom sýslumaðurinn til þess að flytja
okkur til Skutulsfjarðar. Við fluttum það besta af matvælum
okkar út í bát, sem lagði umsvifalaust af stað, en fórum síðan að
búa okkur undir að leggja af stað með aðrar eigur okkar daginn
eftir. En þann tólfta var veður svo slæmt að ekki var ferðafœrt. Þá komu
líka Islendingar okkur að óvörum úr öllum átlum, og án þess að við þyrðum
að mótmæla, urðum við að horfa á þá eta og drekka matföng okkar en bera
sumt burt fyrir augunum á okkur.u
Ekki verður Jan Maartenszoon Groen sakaður um stóryrði í
dagbók sinni, og þetta er allt og sumt sem hann hefur að segja
um ofbeldisaðgerðir íslendinga. Á hinn bóginn gefur þessi stutta
athugasemd tilefni til margs konar heilabrota um ástæður Is-
lendinga fyrir slíku framferði. Ekki er annað sýnna en að sýslu-
maður hafi verið farinn af staðnum, þegar þessi atburður gerðist,
og væntanlega hefur þetta gerst án hans vitundar og í óþökk
hans. Aðrar staðreyndir benda til, að sýslumaðurinn á Skutuls-
firði (þ.e. ísafirði) hafi verið Hollendingum velviljaður, og verð-
ur vikið að því síðar. Um hitt eru svo fjölmörg dæmi, að eigur
erlendra strandmanna hafi verið gerðar upptækar í nafni kon-
ungsins og laganna á fyrri tíð. í þessu sambandi er fróðlegt að
rifja upp atburð, sem átti sér stað rúmum 40 árum fyrr, nánar
tiltekið árið 1741, þar sem sýslumaður Skagfirðinga, Skúli
Magnússon síðar landfógeti, átti hlut að máli. Frásögn Jóns
Helgasonar í Öldinni átjándu er á þessa leið: „Hollensk dugga
strandaði í sumar á Borgarsandi í Skagafirði. Skúli sýslumaður
Magnússon gerði dugguna upptæka og bauð upp allan varning,
sem í henni var, en lýsi mennina ófrjálsa og hafði þá með sér
heim að Ökrum. Dugguna lét hann draga í sundur og flytja
viðina heim að Ökrum, þar sem hann hefur hafist handa um
bæjarbyggingu.“
Óvæginn var Skúli löngum talinn, og svo var um fleiri kollega
hans, enda meðferð mála með þessum hætti ekkert einsdæmi,
þótt illa líti út í augum nútímamanna. Og hvað höfðingjarnir
44