Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 46

Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 46
koll þann 10 september í ofviðri. Við reyndum að koma því í lag eins fljótt og unnt var, en tókst ekki að ljúka verkinu, því síðdegis þann ellefta september kom sýslumaðurinn til þess að flytja okkur til Skutulsfjarðar. Við fluttum það besta af matvælum okkar út í bát, sem lagði umsvifalaust af stað, en fórum síðan að búa okkur undir að leggja af stað með aðrar eigur okkar daginn eftir. En þann tólfta var veður svo slæmt að ekki var ferðafœrt. Þá komu líka Islendingar okkur að óvörum úr öllum átlum, og án þess að við þyrðum að mótmæla, urðum við að horfa á þá eta og drekka matföng okkar en bera sumt burt fyrir augunum á okkur.u Ekki verður Jan Maartenszoon Groen sakaður um stóryrði í dagbók sinni, og þetta er allt og sumt sem hann hefur að segja um ofbeldisaðgerðir íslendinga. Á hinn bóginn gefur þessi stutta athugasemd tilefni til margs konar heilabrota um ástæður Is- lendinga fyrir slíku framferði. Ekki er annað sýnna en að sýslu- maður hafi verið farinn af staðnum, þegar þessi atburður gerðist, og væntanlega hefur þetta gerst án hans vitundar og í óþökk hans. Aðrar staðreyndir benda til, að sýslumaðurinn á Skutuls- firði (þ.e. ísafirði) hafi verið Hollendingum velviljaður, og verð- ur vikið að því síðar. Um hitt eru svo fjölmörg dæmi, að eigur erlendra strandmanna hafi verið gerðar upptækar í nafni kon- ungsins og laganna á fyrri tíð. í þessu sambandi er fróðlegt að rifja upp atburð, sem átti sér stað rúmum 40 árum fyrr, nánar tiltekið árið 1741, þar sem sýslumaður Skagfirðinga, Skúli Magnússon síðar landfógeti, átti hlut að máli. Frásögn Jóns Helgasonar í Öldinni átjándu er á þessa leið: „Hollensk dugga strandaði í sumar á Borgarsandi í Skagafirði. Skúli sýslumaður Magnússon gerði dugguna upptæka og bauð upp allan varning, sem í henni var, en lýsi mennina ófrjálsa og hafði þá með sér heim að Ökrum. Dugguna lét hann draga í sundur og flytja viðina heim að Ökrum, þar sem hann hefur hafist handa um bæjarbyggingu.“ Óvæginn var Skúli löngum talinn, og svo var um fleiri kollega hans, enda meðferð mála með þessum hætti ekkert einsdæmi, þótt illa líti út í augum nútímamanna. Og hvað höfðingjarnir 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.