Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 111
allt því að ísinn var sundurlaus og svo rak ísinn frá með góu
byrjun og hvalir þessir með og síðan hefur ekki orðið vart við þá.
Bjarndýr gengu nokkur á land af ísnum og eitt náðist, ekki
gjörðu þau neitt mein af sér og flúðu jafnan undan mönnum sem
hittu þau, það mun mjög sjaldan hafa við borið að þau hafi
gengið hér á land í Hornafirði, þau höfðu einnig gengið á land í
Vestur-Skaptafellssýslu en ekki náðst.
Nú þessa daga sem eru af apríl hefur verið sólbráð og blíð-
veður og þvi komnir nægir hagar enda höfðu margir hér um
sveitir þörf á því þar sem flestir eru orðnir bágstaddir með hey.
Úr bréfi af ísafirði,
d. 21. apríl 1881
Veturinn var hér sem víðar tiltakanlega harður fram að
Pálma, síðan hefur verið besta tíð svo að sárfáir skáru fénað sinn
til muna í kringum Djúpið. Fiskafli hefur verið í besta lagi síðan
batinn kom.
Þrír hvalir ráku við Djúpið fyrir páskana og fleiri fyrir norðan
Horn ég man ógjörla hvar. Af Barðaströnd heyrist að heybirgðir
hafi verið slæmar og bændur því beðið stórkostlegt tjón þar af
leiðandi.
Nýiega eru komin hingað tvö skip, annað til factor Riis og hitt
til verslunar A. Ásgeirssonar.
Úr bréfi úr Patreksfirði,
10. apríl 1881
Eftir að ég skrifaði yður 29. febrúar á þorraþrælinn þ. á. tók
þegar við aftur hin sama harðindatíð eftir lin það er þá gjörði
síðustu viku þorra. Snjófall varð mest á Góunni og áfreðar einnig
sem engin skepna hafði björg síðari hluta hennar og hélst sú tíð
fram undir miðjan Einmánuð. Frosthörkurnar urðu mestar á
Góunni síðast og í fyrstu viku Einmánaðar, náði frostið 18
gráðum á R. daglega í viku eða meira en hreinviðri og logn voru
bæði þá og stundum endranær með köflum, þannig hafa lengst í
vetur verið hinar mestu hörkur og frost frá því þrjár vikur af vetri
og allt þangað til í annarri viku Einmánaðar, langan tíma hag-
109