Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 104
var enginn hestur en síðar einn. Faðir minn átti góðan bát og var
aðal bjargræðið fiskur, en af honum var oftast nóg þegar gaf á
sjó. Erfitt hefði verið að lifa í Kolbeinsvík ef bóndinn þar hefði
ekki átt góðan nágranna sem var bóndinn í Kaldbak. Þegar faðir
minn bjó í Kolbeinsvík, bjó í Kaldbak Guðjón Jónsson. Hann
leyfði föður mínum útræði úr Skreflum, þaðan og út að Kol-
beinsvík er hálfrar klukkustundar gangur. 1 Skreflum var góð
lending. Faðir minn var góður sjómaður og kunni vel að notfæra
sér þessa greiðasemi. Skreflur eru gömul hákarlaveiðistöð og sjást
þar enn rústir af gömlum verbúðum. Heima í Kolbeinsvík var
svo brimasamt að ekki var hægt að stunda róðra úr heimavör á
haustin.
Þó ekki væri nema hálfrar klukkustundar gangur inn í
Skreflur var ýmsum erfiðleikum háð að stunda róðra þaðan. Við
urðum að beita línuna heima í Kolbeinsvík og bera balana á
bakinu inn í Skreflur. Leið sú er farin var lá í bröttum skriðum
framan í Spenanum og aðeins hlykkjóttar fjárgötur, sem oft var
illt að fóta sig í. í myrkri óg hálku og fyrir okkur unglingana var
þetta mjög erfið byrjun á sjóferð.
Allan fisk sem átti að herða urðum við svo að bera heim í
Kolbeinsvík og herða hann þar, aftur á móti máttum við salta
fisk inn í Skreflum og var hann þá undir góðum yfirbreiðslum.
Faðir minn bjó í Kolbeinsvík í 23 ár, en við yfirgáfum kotið
árið 1928 en þá hafði ég byggt húsið Fiskines á Drangsnesi og
fluttum við öll þangað, en er faðir minn kom að Steingrímsfirði
réri hann einn á lítilli norskri skektu sem hann eignaðist og er
það í margra minni hvað hann stundaði róðrana vel og giftu-
samlega.
Sjálfsagt mætti með allir þeirri tækni sem nú er gera alla
grasbletti i Kolbeinsvíkurlandi að túni, en jörðin bæri það ekki,
þar eru engir úthagar, ekkert beitiland, en tíðarfarið er sama og
breytist ekki, norðaustan hvassviðri með úrhellis rigningu eða þá
þokusúld, svona gat veðrið verið dag eftir dag, þó inn í Kaldbak
næsta bæ væri sól og þurrviðri, en þó tók út yfir þegar vestan
ofsarok gengu yfir. Rokkviðurnar voru svo ofsalegar að grjótið
skóf í fjallshlíðunum og hvein og söng í fjöllunum. Allt lauslegt
102