Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Síða 101

Strandapósturinn - 01.06.1981, Síða 101
aflandsvindur. Innan við Skipaklett er Skipaklettsvík og Nesvík er tók við inn af Skipaklettsvík og nær alla leið niður í Kol- beinsvíkumestá. í nestánni ruddi faðir minn vör og setti bát sinn þar er hann réri að heiman. Þessar tvær víkur tóku við öllum reka, því ekkert staðnæmdist í fjöru annarsstaðar, þar sem sjór féll í bakka. Kolbeinsvíkurdalur liggur miðsvæðis fram milli Kolbeinsvík- urfjalls og Byrgisvíkurfjalls, á rennur eftir miðjum dalnum til sjávar, norðan við ána eru mýrarflækjur og ná þær ekki lengra fram en rétt í dalsmynnið, fram í miðjum dal er mýrafláki sem kallaður er Dalsmýri, á henni hvíla þau álög að hver sem slær hana til nýtingar þá annaðhvort tapast heyið í veður eða ef fénaði er gefið heyið þá drepst hann af því að éta það. Utan þessara mýrarfláka eru engar slægjur í dalnum en beitiland er sitt hvoru megin ár inn að fjallsrótum og krækiberjaland allgott. Á þessum grasmýrum mátti heyja eitthundrað votabandshesta með því að skipta slægjunni til helminga, sitt árið hvorn hluta. Áin á upptök sín í vatni sem stendur hátt uppi í svokölluðum Þröskuldum, þrír lækir renna í vatnið og eiga þeir upptök sín inn á Skreflufjalli, úr vatninu renna aðrir þrír lækir niður Þröskuld- ana og mynda þeir ána. Þegar komið er norður fyrir Spenann taka við sléttar grundir sem ná heim að túngarði sem hlaðinn er úr grjóti. Það er gömul sögn, að skriða hafi fallið úr fjallinu á túnið og stöðvast þar, en bóndinn sem þá bjó í Kolbeinsvík hafi tekið stærsta grjótið og hlaðið garðinn sem enn stendur. Bærinn í Kolbeinsvík stendur á hól, frá bænum að grjótgarð- inum sem er um sextiu faðma vegalengd er slétt flöt, efst á þessari flöt voru fjárhúsin, túninu hallaði til sjávar og í miðju túni mótaði fyrir garði og var þessi flöt kölluð efri flöt en flötin fyrir neðan garðbrotið var kölluð neðri flöt, þaðan lá skurður alla leið niður að Birgisvelli, en það voru óræktarmóar sem náðu inn á grundir og út að bæjarlæk, þar var þúfnastykki sem lá frá Birgisvelli upp að Hrauni en svo nefnist fylla ein mikil er runnið hefur úr fjallinu og bærinn stendur undir. Um það er fyllan rann úr fjallinu er eftirfarandi sögn. I Kolbeinsvíkurfjalli bjó skessa 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.