Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 27

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 27
Loks kom stúlkan og lagði á borðið. Notaði ég þá tækifærið og bað hana að lofa mér að hafa sokkaskipti. Hún varð dálítið skömmustuleg og baðst afsökunar á hugsunarleysi sínu að gleyma að spyrja, hvort ég væri votur. Sagðist vera óvön að taka á móti gestum. Skipti ég svo um sokka, en lítið hlýnaði mér við það. þegar kominn var háttatími bauð hún mér til sængur í herbergi inn af stofunni, og þótt rúmfötin væru góð vildi kuldinn ekki fara úr mér og var því lítið um svefn. Einhverntíma um nóttina heyrði ég umgang og þóttist vita, að húsráðendur væru að koma heim. Nokkru fyrir dögun klæddi ég mig og hefði helst viljað halda strax af stað, en kunni ekki við það og beið þangað til fólkið kom á fætur. Fyrst kom húsmóðirin og spurði hvort ég hefði ekki geta sofið. Ég sagði að svo mikill ferðahugur væri í mér, að hann héldi fyrir mér vöku. Vildi ég nú komast á leiðarenda fyrir kvöldið. Hún vildi ekki annað heyra nefnt, en ég neytti einhvers matar áður en ég færi, og lét ég það gott heita, þótt matarlyst hefði ég enga. Hún kom brátt með mikinn og góðan mat, eins og best gerðist á sveitabæjum. Ég neyddi ofan í mig dálitlu af matnum, en fann það á húsfreyju, að henni þótti miður, h\'að ég gerði matnum lítil skii. Nú kom húsbóndinn inn og spurði ég hvað næturgreiðinn kostaði. Hann kostaði 4 krónur. Bóndinn sagði mér, að hann væri að senda vinnumann sinn niður í dal með hestvagn, og væri nú tilvalið fyrir mig að fá að sitja í kerrunni, ekki síst vegna þess, að á leið minni væru nokkrar ár, allar óbrúaðar. Eg tók því með þökkum og hélt niður fyrir túnið, þar sem vinnumaður beið ríðandi með kerruhest í taumi. Þegar nær kom sá ég að þarna var sá mállausi kominn. Ég hefði nú helst viljað að hann færi leiðar sinnar á undan mér, en hann benti mér að setjast í kerruna og gerði ég það. Nú fór hann á brokk og kom þá heldur betur hristingur á kerruna, því vegurinn var grýttur mjög. Mátti ég hafa mig allan við að righalda mér, svo ég hentist ekki sitt á hvað, eða jafnvel út úr farartækinu. Notaði ég því tækifærið þegar við höfðum farið yfir fyrstu ána að smeygja mér úr kerrunni, gaf honum merki um að fara sína leið og hvarf hann mér von bráðar. Eg var nú aftur orðinn einn og miklu verr á mig kominn en 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.