Saga - 2016, Síða 107
Meðal þeirra aðgerða sem dönsk stjórnvöld gripu til var að
senda hingað Hannes Pálsson með hirðstjóravald til að stemma
stigu við yfirgangi englendinga. ekki hafði hann erindi sem erfiði
því honum var sjálfum rænt og hann fluttur til englands þar sem
hann skrifaði árið 1425 mikla greinargerð um framferði englend -
inga. Í þessu kæruskjali segir Hannes að englendingar hafi rænt fjöl-
mörgu fólki, þar á meðal börnum á Íslandi, og flutt til englands.
Sum barnanna hafi þeir keypt fyrir smágjafir af fákunnandi foreldr-
um þeirra og hneppt í þrældóm í englandi. en Ís lend ingar voru
ekki þeir einu sem fyrir slíkum kárínum urðu því sama heimild
greinir frá því að englendingar hafi einnig rænt fólki í Færeyjum.4
Svipaðar ásakanir koma einnig fram 1432 og 15335 og árið 1445 eru
svo þrír menn frá Lynn kærðir fyrir að hafa numið á brott íslenskan
pilt.6
Svo virðist sem eitthvað hafi verið til í þessum ásökunum því
þegar Jón biskup Gerreksson, erindreki eiríks konungs af Pommern,
hafði viðdvöl í englandi á leið sinni hingað til lands kom hann við í
king’s Lynn og kærði Íslandsfara þar fyrir að hafa rænt ungmenn-
um. Biskup komst á snoðir um 11 íslensk ungmenni og var honum
heitið að fimm þeirra hið minnsta yrði skilað.7 Þegar þeir eiríkur af
Pommern og Hinrik VI. gerðu svo samning sín á milli 1432 var tekið
fram í þriðju grein að englendingar skyldu láta þá sem þeir höfðu
rænt í löndum Noregskonungs lausa og er einkum talað um Ísland,
Finnmörku og Hálogaland. Þá áttu hinir brottnumdu einnig að fá
greidd laun fyrir vinnu sína.8 Það skal þó haft í huga, líkt og Helgi
Þorláksson bendir á, að skortur var á vinnuafli eftir svartadauða
1402–1404 og því er ekki loku fyrir það skotið að yfirvöld hafi kallað
það brottnám þegar vinnufólk stakk af til englands. Í Lönguréttar -
bót frá 1451 er einnig lagt blátt bann við því að fólk gefi eða selji
börn sín úr landi.9 Að því er varðar kærurnar á hendur eng lend -
að hleypa heimdraganum 105
4 DI. Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn IV, 1265–1449. Útg. Jón
Þorkels son (kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag 1897), bls. 328.
5 Helgi Þorláksson, „Útflutningur íslenskra barna til englands á miðöldum“, bls.
406.
6 Björn Þorsteinsson, Enskar heimildir um sögu Íslendinga á 15. og 16. öld (Reykjavík:
Hið íslenzka bókmenntafélag 1969), bls. 93.
7 Björn Þorsteinsson, Enska öldin í sögu Íslendinga, bls. 101–102.
8 DI IV, bls. 524.
9 Helgi Þorláksson, „Útflutningur íslenskra barna til englands á miðöldum,“ bls.
406.
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 105