Saga - 2016, Side 161
Siðræn ögun (e. moral regulation)
Hugtakið Siðræn ögun kemur svolítið eins og fleygur inn í umfjöllun dokt-
orsefnis um lykilhugtök greiningar. Með því hugtaki er sjónum beint að
„áhrifum félagsmótunar og formgerða á hugarfar eða hegðun fólks á hverj-
um tíma“, áhrifum sem doktorsefni sér ástæðu til að taka fram að sé ekki
með öllu hafnað í greiningu hans (bls. 19). Áhrif þessarar félagsmótunar séu
hluti af gagn-kröftum atbeina og andófs einstaklingsins, plússkautið á móti
mínusskautinu (eða öfugt):
Áherslumunur felst þar með í því að einblína á mótandi áhrif einstak-
linga (þ.m.t. undirsáta) á valdaafstæður, og þar með á félagslegt
umhverfi þeirra og sögulega þróun, fremur en mótandi forræði stofn-
ana, samfélagsvenja og menningarumhverfis á valdaafstæður og sjálfs-
vitund einstaklinga eða hópa (bls. 19).
Doktorsefni leggur sem fyrr áherslu á tvístefnu í nálgun sinni fremur en ein-
stefnu eins og birtist í náskyldum hugtökum á borð við félagslegt taumhald
(Peter Berger), sem gefur til kynna einhliða valdbeitingu að ofan. Þvert á
móti leggur doktorsefnið áherslu á skyldleika siðrænnar ögunar, skv. skil-
greiningu félagsfræðingsins Alan Hunt, við kenningar Michels Foucault um
annars vegar valdaafstæður og hins vegar stjórnvaldstækni (fr. gouvernem-
entalité). „Siðrænni ögun er ekki beint ofan frá af valdhöfum á hina valda-
lausu heldur birtist hún í núningi og togstreitu innan samfélags á milli
þeirra ólíku hópa og einstaklinga sem mynda það“ (bls. 23).
Þannig er sú siðræna ögun sem í vistarbandinu fólst miðlæg í öðrum
meginkafla ritgerðarinnar, „Viðsjárverð vinnuhjú: Húsbóndavald og hvers-
dagslegt andóf innan vistarbandsins“. Í huga doktorsefnis var gildi eða hlut-
verk vistarskyldunnar fyrir gamla bændasamfélagið margþætt í huga þeirra
sem studdu það með ráðum og dáð. Þannig voru röksemdir fyrir þeirri
skipan ýmist hagrænar, félagslegar eða siðferðilegar og stundum allt í senn
(bls. 82). Ögunarhlutverkið er, að hans mati, þyngst á metunum fyrir rann-
sókn á hversdagsandófi vinnuhjúa; þyngra en hið hagræna hlutverk hennar
fyrir stjórnvöld og bændur eða hið félagslega hlutverk sem fólst í öryggis-
netinu sem skipanin veitti vinnuhjúum, væri allt með feldu. „Til þess að
greina andóf vinnuhjúa með fræðilegum hætti“, skrifar doktorsefnið, „þurfa
þær kröfur sem vistarskylda gerði til þeirra að vera skýrar og sá tilgangur
hennar að skapa dygga samfélagsþegna að vera lesandanum ljós“ (bls. 83).
Þannig eru gagnkraftar ögunar og andófs drifafl annars kafla, sem fjallar um
hugmyndir um vistarband sem siðræna ögun eins og þær birtust í löggjöf
og opinberum umræðum, um rými ögunar og andófs og um helstu flokka
andófs undirsáta gegn ögunartilburðum að ofan, óhlýðni, leti, þjófnaði og
flótta.
Það er mikill styrkur þessarar ritgerðar hvernig þessi fimm greiningar-
hugtök vinna saman og byggja upp heildstæða sýn doktorsefnis á viðfangs-
andmæli 159
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 159