Saga - 2016, Page 167
séð lýsir Jóhanna katrín konum sem eggja til hefnda sem svo að þær
stjórnist af hugmyndum um eigin einstaklingsbundinn heiður, þvingi karl-
menn til ofbeldis af persónulegum hvötum og valdi samfélagslegri upp-
lausn. ekki kemur fram þekking á því að hugtökin heiður og virðing hafi
haft aðra merkingu á tímabilinu en þau hafa í dag, ekki er vitnað til rann-
sókna á orsökum og áhrifum fæðardeilna eða rannsókna á þeim samanburði
sem gerður hefur verið á Íslendingasögunum og blóðhefndarsamfélögum
sem standa nær okkur í tíma. Stundum er viðhorf höfundar til eggjana í
fæðardeilum beinlínis mótsagnakennt, til að mynda þegar rætt er um
Sigurfljóð í Fóstbræðra sögu. Í fyrstu er hún nefnd sem dæmi um konu sem
notar eggjun til hefnda, ekki bara sjálfri sér til góða heldur öllu samfélaginu
(bls. 22). Tveimur blaðsíðum síðar er hún nefnd í sömu andrá og möguleiki
kvenna til að nota eggjun til hefnda í eigin þágu, óháð karllægum gildum
samfélagsins.
Tregða höfundar til að skilgreina nánar afstöðu sína til sambands sam-
félags og bókmennta vefst minna fyrir lesanda í næstu köflum, sem fjalla
um konur og hið yfirnáttúrulega, en vandamálið skýtur aftur upp kollinum
í seinni hluta bókarinnar þar sem rætt er um konur af æðstu stigum og þá
valda strúktúra sem þær beita. Fyrri kaflinn byggist á konungasögum en sá
seinni á riddarasögum og fornaldarsögum. Þessar bókmenntagreinar liggja
hvor á sínum enda ássins milli sagnfræðilegra og fantasískra miðaldabók-
mennta. Skiptir það máli fyrir ólíka umfjöllun þessara bókmenntagreina um
konur af æðstu stigum? Færa má rök fyrir því að munurinn á þessum bók-
menntagreinum sé mikill en líka að hann sé hverfandi, en það hefði verið
gagnlegt fyrir lesendur að vita skoðun höfundar í því máli.
Í heildina er umfjöllun um konur í konungasögum nokkuð sjálfstæð frá
hugleiðingum um stöðu þeirra í sagnfræðilegri fortíð, en þó er lauslega gerð
grein fyrir stöðu konungamæðra í Noregi á tímabilinu sem um ræðir (bls.
84–87). Sú umfjöllun er óljós og að nokkru leyti villandi en þar er varla við
höfund að sakast því sagnfræðilegar upplýsingar um norskar drottningar
liggja svo sannarlega ekki á lausu og eru utan rannsóknarsviðs bókarinnar.
Þarna kristallast þó sá óræddi heimildavandi sem þeir sem rannsaka kon-
ungasögur, sérstaklega konur í þeim, þurfa að takast á við. Allar sagnfræði -
legar heimildir um drottningar fram á 13. öld koma úr konungasögum og
því er ákaflega erfitt að skoða kvenpersónur í þeim í einhverju sögulegu
ljósi. Í raun er þá verið að skoða Heimskringlu með hliðsjón af öðrum frá-
sögnum Heimskringlu.
Sjónarhorn kaflans er þó að mestu hið sama og bókarinnar í heild,
niðurstöður beinast ekki að sögulegum veruleika handan textans. Saman -
burður á persónu Ástríðar Ólafsdóttur í ólíkum sögum og handritum sýnir
til að mynda á áhugaverðan hátt hvernig hún sem bókmenntapersóna hefur
mismunandi birtingarmyndir í meðförum einstakra höfunda. Orðalag í
niðurstöðukafla setur þennan lestur á kaflanum hins vegar í uppnám og
ritdómar 165
Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 165