Saga


Saga - 2016, Page 167

Saga - 2016, Page 167
séð lýsir Jóhanna katrín konum sem eggja til hefnda sem svo að þær stjórnist af hugmyndum um eigin einstaklingsbundinn heiður, þvingi karl- menn til ofbeldis af persónulegum hvötum og valdi samfélagslegri upp- lausn. ekki kemur fram þekking á því að hugtökin heiður og virðing hafi haft aðra merkingu á tímabilinu en þau hafa í dag, ekki er vitnað til rann- sókna á orsökum og áhrifum fæðardeilna eða rannsókna á þeim samanburði sem gerður hefur verið á Íslendingasögunum og blóðhefndarsamfélögum sem standa nær okkur í tíma. Stundum er viðhorf höfundar til eggjana í fæðardeilum beinlínis mótsagnakennt, til að mynda þegar rætt er um Sigurfljóð í Fóstbræðra sögu. Í fyrstu er hún nefnd sem dæmi um konu sem notar eggjun til hefnda, ekki bara sjálfri sér til góða heldur öllu samfélaginu (bls. 22). Tveimur blaðsíðum síðar er hún nefnd í sömu andrá og möguleiki kvenna til að nota eggjun til hefnda í eigin þágu, óháð karllægum gildum samfélagsins. Tregða höfundar til að skilgreina nánar afstöðu sína til sambands sam- félags og bókmennta vefst minna fyrir lesanda í næstu köflum, sem fjalla um konur og hið yfirnáttúrulega, en vandamálið skýtur aftur upp kollinum í seinni hluta bókarinnar þar sem rætt er um konur af æðstu stigum og þá valda strúktúra sem þær beita. Fyrri kaflinn byggist á konungasögum en sá seinni á riddarasögum og fornaldarsögum. Þessar bókmenntagreinar liggja hvor á sínum enda ássins milli sagnfræðilegra og fantasískra miðaldabók- mennta. Skiptir það máli fyrir ólíka umfjöllun þessara bókmenntagreina um konur af æðstu stigum? Færa má rök fyrir því að munurinn á þessum bók- menntagreinum sé mikill en líka að hann sé hverfandi, en það hefði verið gagnlegt fyrir lesendur að vita skoðun höfundar í því máli. Í heildina er umfjöllun um konur í konungasögum nokkuð sjálfstæð frá hugleiðingum um stöðu þeirra í sagnfræðilegri fortíð, en þó er lauslega gerð grein fyrir stöðu konungamæðra í Noregi á tímabilinu sem um ræðir (bls. 84–87). Sú umfjöllun er óljós og að nokkru leyti villandi en þar er varla við höfund að sakast því sagnfræðilegar upplýsingar um norskar drottningar liggja svo sannarlega ekki á lausu og eru utan rannsóknarsviðs bókarinnar. Þarna kristallast þó sá óræddi heimildavandi sem þeir sem rannsaka kon- ungasögur, sérstaklega konur í þeim, þurfa að takast á við. Allar sagnfræði - legar heimildir um drottningar fram á 13. öld koma úr konungasögum og því er ákaflega erfitt að skoða kvenpersónur í þeim í einhverju sögulegu ljósi. Í raun er þá verið að skoða Heimskringlu með hliðsjón af öðrum frá- sögnum Heimskringlu. Sjónarhorn kaflans er þó að mestu hið sama og bókarinnar í heild, niðurstöður beinast ekki að sögulegum veruleika handan textans. Saman - burður á persónu Ástríðar Ólafsdóttur í ólíkum sögum og handritum sýnir til að mynda á áhugaverðan hátt hvernig hún sem bókmenntapersóna hefur mismunandi birtingarmyndir í meðförum einstakra höfunda. Orðalag í niðurstöðukafla setur þennan lestur á kaflanum hins vegar í uppnám og ritdómar 165 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 165
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.