Saga


Saga - 2016, Page 188

Saga - 2016, Page 188
blatt, Jean e. Howard, Louis Montrose, Michel Foucault og Pierre Bourdieu og í því sambandi eiga þessi orð hennar við (bls. 31): „Bókmenntir eru að einhverju marki spegilmynd af því samfélagi sem þær eru sprottnar úr, en þær eru jafnframt hluti af þessu samfélagi og geta haft áhrif á það.“ Þetta er alveg í samræmi við afstöðu nýsöguhyggjunnar og þá viðleitni hennar að bregða upp mynd af „menningarbundnum skáldskaparfræðum“ (e. cultural poetics, sbr. bls. 33). Louise Montrose orðaði þetta einu sinni skýrt og skor- inort í frægri formúlu: „The post-structuralist orientation to history now emerging in literary studies may be characterized … as a reciprocal concern with the history of texts and the textuality of history.“ („Professing the Renaissance: The Poetics and Politics of Culture“, The New Historicism. Ritstj. H. Aram Vesser (New york, London: Routledge 1998), bls. 20). Þessi gagn- virki áhugi á sögulegu gildi bókmennta og gildi bókmennta í sögunni kemur einnig fram í verki Þórunnar en hún hefði mátt fylgja honum betur eftir. Í öðru lagi er að nefna spurninguna um það bókmenntasögulega sam- hengi sem nýsöguhyggjan leitar eftir, þ.e. að bregaðst við text-only aðferðum afbyggingarinnar með því að setja menningu og bókmenntir aftur í sögulegt samhengi. Hér hefði verið fróðlegt ef höfundurinn hefði tekið nánar á nokkrum bókmenntasögulegum atriðum. Þannig hefði mátt spyrja hvert sambandið sé milli erfiljóða og annarra íslenskra verka á 17. öld, t.d. sálm - anna sem oft eru nefndir í fyrirsögnum minningarkvæðanna. Hvaða áhrif höfðu erfiljóð á þróun íslenskra bókmenna á árnýöld? Hvaðan kom þessi sérstæða bókmenntahefð og hvernig þróaðist hún eftir 17. öldina? Höfund - ur skrifar mikið um rómantíska og nútíma óðfræði og fagurfræði en fremur lítið um upplýsinguna. Hver er munurinn á minningarkvæðahefð á 17. og 18. öld? Mælskufræði, óðfræði og skáldskapur 17. aldar sækja mikið til klassískrar fornaldar og það kemur fram í þessum kvæðum á margvíslegan hátt, eins og höfundurinn gerir ágæta grein fyrir. en hvert er samband þess- ara erfikvæða við íslenska bókmenntahefð miðalda? eru e.t.v. texta tengsl milli þessara barokkljóða og hinnar löngu erfikvæðahefðar víkingatímans og miðalda? Hér mætti t.d. minnast þess hvernig persónulegt samband skálds við hinn framliðna birtist í kvæðum þess. Í Sonatorreki yrkir egill Skallagrímsson sig frá sorginni yfir sonamissinum — mætti finna sam - svaranir við það í þeim erfiljóðum, harmljóðum og huggunarkvæðum sem hér eru til umfjöllunar? Jón Magnússon, prestur í Laufási við eyjafjörð, orti til dæmis harmljóð um Magnús son sinn, sem lést þriggja ára gamall, og dóttur sína Guðrúnu. Gæti þar verið um að ræða sömu tilfinningar og egill tjáði? einnig má velta hér fyrir sér hvort ekki hefði mátt nýta hugmyndir og kenningar nýsöguhyggju til að sýna að í bókmenntunum og í almennri orðræðu var hægt að fara yfir hin félagslegu og menningarlegu mörk. Hefð - bundin regluskáldskaparfræði á 17. öldinni gerði það að verkum að skáldin fylgdu skýrum félagslegum og formlegum reglum sem höfðu þannig áhrif ritdómar186 Saga vor 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:09 Page 186
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.