Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 10

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 10
8 var að kynna félögin og keppnina í fjölmiðlum og fóru fulltrúar félaganna í viðtöl á Útvarpi Sögu og Rás 2. Þá var kaffidagurinn með hefðbundnu sniði 5. maí. Félagar eru alltaf reiðubúnir að mæta með bakkelsi og er þetta sannkallaður fjölskyldudagur. Aðalfundur félagsins var haldinn 7. maí. Hann var einnig með hefðbundnu sniði. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjald keri skýrði reikninga. Breyting varð á stjórn þar sem Íris Aðalheiðar- dóttir og Sigfús Eiríksson gáfu ekki kost á sér áfram og eru þeim þökkuð störf fyrir félagið. Inn í stjórn komu Ingibjörg Marels- dóttir og Þorbjörg Eyrún Ingimarsdóttir. Voru þær boðnar vel- komnar í stjórn. Húsnefnd var öll endurkjörin og er henni þakkað mjög gott starf. Þá er ritnefnd og framkvæmdastjóri Stranda- póstsins óbreytt og er þeim þakkað frábært starf. Þá stóð Páll Kristbjörn Sæmundsson, framkvæmdastjóri Strandapóstsins, og Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir að því að flokka gömul hefti Stranda- póstsins og gera úr þeim söfn misstór og hefur gengið þokkalega að selja þau. Strandasel, sumarhús Átthagafélagsins, var leigt út í 13 vikur og þökkum við nefndinni fyrir hennar vinnu við húsið. Sumarferð var farin til Vestmannaeyja og áttu þær Brynja Bjarnadóttir og Guðríður Pálsdóttir allan heiður af henni. Í september var haldinn stjórnarfundur þar sem rætt var um vetrarstarfið og haustballið. Ballið var haldið fyrsta vetrardag en hann losnaði þar sem Breiðfirðingar hættu við sitt ball vegna lítillar þátttöku. Nú, það má segja að þátttakan hjá okkur hafi ekki verið næg; þó reyndum við að opna húsið fyrr þannig að hægt væri að mæta tímanlega og spjalla. En það nægði ekki. Það er samt von okkar að við getum haldið þessari hefð, að hafa haustfagnað, hugsanlega með öðru sniði. Þá var komið að því að undirbúa þorrablótið í janúar, fá veislu- stjóra, skemmtikrafta og hljómsveit – og um leið að halda kostnaði niðri. Einnig var farið að funda með öðrum átthaga félögum um næstu spurningakeppni sem reiknað er með að hefjist í lok janúar. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem starfað hafa í stjórnum og nefndum Átthagafélagsins frábært samstarf og þeim sem komu og nutu þess sem félagið bauð upp á. Jón Ólafur Vilhjálmsson formaður Átthagafélags Strandamanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.