Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 33

Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 33
31 Það hefur alltaf verið lagt töluvert upp úr því að reyna að halda í góða veislusali. Þetta skapaði vissa stemningu og er ég viss um að margir tengja ákveðna sali við þorrablót félagsins. Til að byrja með voru blótin haldin í Hlégarði en voru fljótlega flutt yfir í veislusal Domus Medica sem læknafélagið átti. Veislusalur Domus Medica var þorrablótsstaður félagsins um þónokkuð lang- an tíma eða fram til ársins 1992, þegar hann var lagður niður, þó með þeirri undantekningu að þorrablótið árið 1991 var haldið í Vetrarbrautinni í Þórskaffi vegna breytinga í Domus Medica. Næstu tvö ár voru þorrablótin haldin í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún og það má því segja að við höfum verið á hálf gerð um vergangi á tímabili. Það var ekki fyrr en við fórum í Gullhamra við Hall- veigarstíg sem við fundum okkur nýjan fram tíðarstað. Nafni salar- ins var síðar breytt í Versali þegar rekstr araðili stað ar ins opnaði nýjan stað uppi í Grafarholti sem hann nefndi Gull hamra. Við prófuðum Gullhamra í Grafarholti þar sem Versalir voru lokaðir um tíma og vorum þar í nokkur ár en færðum okkur aftur á gamla staðinn þegar hann opnaði að nýju. Versalir hafa hentað félaginu mjög vel og hefur okkur þótt gott að vera þar. Við höfum átt gott samstarf við starfsfólkið sem hefur alltaf stutt okkur og reynst félaginu mjög vel. Það er visst hagræði í því að vinna alltaf með sama fólkinu sem veit frá reynslu fyrri ára hvað þarf að gera til að undirbúa sal fyrir samkomur sem þessar. Sú hefð að skemmtinefnd sæi um matinn lagðist af þegar veislu salur Domus Medica hætti starfsemi en leigusali hans leigði aðeins út salinn án allrar þjónustu. Við rákum okkur fljótlega á það að þetta fyrirkomulag var alls ekki algengt hjá þeim sem leigðu út sali. Alla vega var erfitt að fá leigðan sal fyrir 300 manns sem var án allrar þjónustu. Allflestir buðu þjónustu og mat sem þeir vildu selja með leigunni á salnum. Þessi hefð lagðist því ekki af vegna þess að áhuginn hafi ekki verið lengur til staðar heldur vegna óviðráðanlegra orsaka sem við gátum lítil áhrif haft á. Ég sé samt ekki fyrir að það yrði horfið til þess að gera þetta svona í dag þó svo að aðstæður leyfðu það. Þó veit maður aldrei. Árshátíð og aðrar skemmtanir Á fyrstu áratugum félagsins tíðkaðist að halda árshátíðir á haust- in. Ég man eftir að hafa farið á nokkrar slíkar skemmtanir en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.