Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 50

Strandapósturinn - 01.06.2014, Side 50
48 leiði sem vitað er um nálægt þar sem bænhúsið stóð. Í Jarðabók Árna Magnús sonar og Páls Vídalíns frá 1709 segir svo: „Sumar- hagar eru á jörðunni yfirfljótanlega og so nær óþarflega víðlendir og góðir. – Þar hefur fyrrum verið brúkaður lamba- og geld- fjárupprekstur úr Hrútafirði vestan fram og jafn vel í manna minnum, en um fjallatoll var óvist nema eftir sam komulagi, og enn brúka þar nokkrir upprekstur, en hefur dregist í óvana vegna harðinda og óhægðar fólks.“2 Úr landi Mela voru byggðar jarðirnar Gilhagi og Grænumýrartunga sem líklega hefur upp- haflega verið selstaða. Þá er getið um forn býli í landi Mela, Ormsbæ og Mangatóttir, einnig Loftshús sem er við rætur Geld- inga fells og dregur nafn sitt af útilegumanni sem hafðist þar við um einhvern tíma. Árið 1904 seldi þáverandi bóndi á Melum, Jósep Jónsson, Bæjar hreppi allt land sunn an Miklagils og þar með býlið Gilhaga. Sennilega er um að ræða það landsvæði þar sem leyfður var upprekstur en treglega mun hafa gengið að innheimta hagatolla og því hafi þessi sala komið til. Eins var ágangur úr öðrum héruð um talsverður og því kom alltaf fjöldi fjár úr Borgarfirði og Dölum til réttar á Melum. Það breyttist 1938 með tilkomu sauðfjárveikivarnagirðinga. Melar hafa verið í eigu sömu ættar frá því á 17. öld og hafa flestir bændur þar heitið Jón allt frá Jóni Auðunssyni er bjó á Melum fyrir 1700. En Jón þessi varð fyrir því árið 1681 að frá honum var stolið 50 fjár og frá næstu bæjum var einnig stolið 10–12 sauðum á hverjum stað. Jón Auðunsson fékk menn í lið með sér og eltu þeir þjófinn sem hét Loft ur Sigurðsson, röktu þeir slóð í nýföllnum snjó og náðu honum austur á Tvídægru en hann var á leið í Surtshelli. Hafði hann þar í rekstri stórt hundrað fjár og fimm eða sex hesta undir klyfjum, var það góss allt stolið sem og hestar og fé. Tóku Hrútfirðingar Loft höndum og færðu til Magnúsar lögmanns á Reykhólum sem dæmdi hann til dauða, var hann líflátinn skömmu síðar. Kunnastur þeirra Jóna sem á Melum hafa búið er Jón Jónsson, kammerráð og sýslu maður, en hann bjó á Melum 1813–1853. 2 Árni Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 7. b., Kaupmannahöfn 1940, bls. 455.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.