Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 52
50
ráð að fara með poka á næstu bæi og fá sér mold í hann, sem
hún bar svo heim á bakinu og dreifði kringum kofann sinn.
Þessu hélt hún áfram dag eftir dag og líklega ár eftir ár, þangað
til þar var komið svo fallegt tún, að bærinn var fluttur þangað,
næst þegar þurfti að byggja hann. – En það lítur út fyrir, að það
hafi fylgt jörðinni Melum jafnan síðan, að eigendurnir tækju
mikilli tryggð við hana.“3
Á nyrðri bakka Ormsár, rétt við veginn yfir Haukadalskarð,
hefur fólk úr héraðinu reist tvö einkar smekkleg sumarhús.
Fagrabrekka
Fagrabrekka var bústaður Hrómundar halta er segir frá í sérstök-
um þætti (Hrómundar þætti halta). Hann varð héraðssekur
um mannvíg milli Jökulsár í Skagafirði og Hrúta fjarðarár. Keypti
Hrómundur þá Fögrubrekkuland og bjó þar. Hann var hinn
mesti garpur sem og synir hans. Hrómundur byggði virki um bæ
sinn. Þeir feðgar háðu harðan bardaga við ránsmenn eða víkinga
og höfðu dýrkeyptan sigur því að þar féll Hrómundur og einn
sona hans en fleiri féllu af víkingum og þeir sem undan komust
týndu lífinu er skip þeirra brotnaði á skeri í mynni Hrútafjarðar.
Hér fæddist Arndís Jónsdóttir 25. júní 1890. Hún er löngu
landsfræg persóna úr íslenskum bókmenntum sem „elskan hans
Þórbergs“.
Rétt sunnan við túnið á Fögrubrekku rennur Selá og sameinast
Hrútafjarðará á eyrun um austan þjóðvegar. Áin fellur í alldjúpu
hlykkjóttu hamragili niður hlíðina, þar leynast nokkrir fallegir
fossar sem enginn sér nema fara alveg með gilinu.
Fjarðarhorn
Fornt lögbýli, var áður lénsjörð prestsins er þjónaði Hrútafjarðar-
þingum. Bæjarstæðið var á sléttum bala út við fjarðarbotninn og
lá þjóðvegurinn um bæjarhlaðið. Undirlendi var lítið og bratt-
lendi fyrir ofan.
Hér bjó Sigurður hreppstjóri Sigurðsson frá Núpi í Haukadal
1813–1826 en áður á Melum í nokkur ár. Synir hans urðu kunn-
ir menn, þeir tóku sér ættarnafnið Sívertsen. Þeir voru Ólafur
3 Ingunn Jónsdóttir. Gömul kynni. Akureyri 1946, bls. 47–48.