Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 52

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 52
50 ráð að fara með poka á næstu bæi og fá sér mold í hann, sem hún bar svo heim á bakinu og dreifði kringum kofann sinn. Þessu hélt hún áfram dag eftir dag og líklega ár eftir ár, þangað til þar var komið svo fallegt tún, að bærinn var fluttur þangað, næst þegar þurfti að byggja hann. – En það lítur út fyrir, að það hafi fylgt jörðinni Melum jafnan síðan, að eigendurnir tækju mikilli tryggð við hana.“3 Á nyrðri bakka Ormsár, rétt við veginn yfir Haukadalskarð, hefur fólk úr héraðinu reist tvö einkar smekkleg sumarhús. Fagrabrekka Fagrabrekka var bústaður Hrómundar halta er segir frá í sérstök- um þætti (Hrómundar þætti halta). Hann varð héraðssekur um mannvíg milli Jökulsár í Skagafirði og Hrúta fjarðarár. Keypti Hrómundur þá Fögrubrekkuland og bjó þar. Hann var hinn mesti garpur sem og synir hans. Hrómundur byggði virki um bæ sinn. Þeir feðgar háðu harðan bardaga við ránsmenn eða víkinga og höfðu dýrkeyptan sigur því að þar féll Hrómundur og einn sona hans en fleiri féllu af víkingum og þeir sem undan komust týndu lífinu er skip þeirra brotnaði á skeri í mynni Hrútafjarðar. Hér fæddist Arndís Jónsdóttir 25. júní 1890. Hún er löngu landsfræg persóna úr íslenskum bókmenntum sem „elskan hans Þórbergs“. Rétt sunnan við túnið á Fögrubrekku rennur Selá og sameinast Hrútafjarðará á eyrun um austan þjóðvegar. Áin fellur í alldjúpu hlykkjóttu hamragili niður hlíðina, þar leynast nokkrir fallegir fossar sem enginn sér nema fara alveg með gilinu. Fjarðarhorn Fornt lögbýli, var áður lénsjörð prestsins er þjónaði Hrútafjarðar- þingum. Bæjarstæðið var á sléttum bala út við fjarðarbotninn og lá þjóðvegurinn um bæjarhlaðið. Undirlendi var lítið og bratt- lendi fyrir ofan. Hér bjó Sigurður hreppstjóri Sigurðsson frá Núpi í Haukadal 1813–1826 en áður á Melum í nokkur ár. Synir hans urðu kunn- ir menn, þeir tóku sér ættarnafnið Sívertsen. Þeir voru Ólafur 3 Ingunn Jónsdóttir. Gömul kynni. Akureyri 1946, bls. 47–48.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.