Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 59
57 Hrómundarsker. Það er gömul sögn að hvort tveggja sé kennt við Hrómund halta þó að saga hans geti þess ekki. Um einn kílómetra norðan við bæinn fellur Laxá til sjávar í kröppu gili og skilur lönd á milli Kjörseyrar, Hlaðhamars og Laxárdals. Á 18. öld bjó á Kjörseyri maður að nafni Ólafur Þórðarson. Hann var mikill fram kvæmdamaður og lét hlaða túngarð, hátt í 500 faðma langan, í kringum túnið og segir náttúrufræðingurinn Nicolai P. Mohr að það hafi verið eina túnið sem var algirt þar sem hann fór um landið 1780. Fyrir það og fleiri framfaraverk var Ólafur verðlaunaður af landbúnaðarfélaginu danska. Enn má sjá stað sumra þeirra framkvæmda er hann stóð að. Um Ólaf gengu ýmsar sagnir, hann var álitinn margvís og jafnvel göldróttur. Hann fékkst við lækningar og fór orð af því að honum tækist vel við geðveikt fólk. Þó vildi það til eitt sinn, er Ólafur var ekki heima, að unglingspiltur geðveikur, sem komið var til hans, hengdi sig í skála fram í bænum. Í þá tíð þótti ekki hæfa að þeir sem tóku líf sitt væru jarðsettir í vígðum reit. Því var drengurinn dysjaður fyrir norðan bæinn. Þar var síðar reist fjóshlaða og lenti dysin undir hlöðugaflinum. Við bygginguna var dysinni raskað og þótt ust menn þá verða varir við svip stráksins. Rifjaðist þá upp að sagt hefði verið að ekki mætti hreyfa við dysinni. Fyrir nokkru (laust fyrir 1980) voru þessi torfhús að hruni kom in og til stóð að jafna þau við jörðu. Ekki þótti ráðlegt að hreyfa við veggnum þar sem dysin var heldur var fluttur jarðvegur að honum og gerður lítill hóll. Þar undir er þessi veggur og dysin óhreyfð enn í dag. Matthías Sívertsen bjó á Kjörseyri 1825–1864. Um hann var sagt: „Að mörgu leyti mikilmenni í sinni röð.“ Dóttir Matthíasar, Jóhanna, giftist Finni Jónssyni fræðimanni, þau bjuggu á Kjörs- eyri 1869–1907. Finni var margt til lista lagt en kunnastur er hann fyrir ritstörf sín og fræðimennsku um þjóðlegan fróðleik sem birtist í bókinni Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld (Akureyri 1945). Við búskap af Finni tók tengdasonur hans og dóttir, Guðmundur G. Bárðarson og Helga Finnsdóttir. Bjuggu þau á Kjörseyri 1907–1916 en eftir það í Bæ uns Guðmundur gerðist kennari við Menntaskólann á Akureyri og síðar við Menntaskólann í Reykjavík. Hann er talinn með helstu jarðfræðingum á sinni tíð. Á Kjörseyri fæddist sonur þeirra, Finnur Guðmundsson (1909– 1979), náttúru- og fuglafræðingur. Eftir Finni Guðmunds syni er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.