Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 69

Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 69
67 gegnt gamla bænum á Stóru-Hvalsá. Fremur land þröngt er því að Kollsá og Stóra-Hvalsá eiga lönd saman fyrir ofan Litlu-Hvalsá. Mögu leikar til ræktunar eru þó talsverðir og allgóðir. Í fjöru Lamba tanga, rétt sunnan við túnið, er ágætt steypuefni sem mikið hefur verið byggt úr og reynst vel. Heimildir eru um að frá Litlu- Hvalsá hafi verið stunduð sjósókn og þar staðið verbúðir. Til þess bendir það sem stendur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns þar sem segir (7. b., bls. 441–42): „Heimræði gott þá fiskur gengur. Lendíng grýtt og stundum brimsöm.“ Býlið fór í eyði 1958 og stendur þar ekkert hús nema gamalt fjár hús á sjávarbakkanum. Upp með Hvalsá er mikill klettastapi sem sést víða að. Hann heitir Bessaborg. Stóra-Hvalsá Stóra-Hvalsá er gamalt býli sem var í eigu Melstaðarkirkju í Mið- firði samkvæmt Jarða bók þeirra Árna og Páls. Bærinn er á nyrðri bakka Hvalsár nærri sjó. Þar eru sléttar sjávargrundir, nú að mestu orðnar að túni. Upp í grundirnar skerst lítill sér kennilegur vogur og innan við hann er mjór en alllangur tangi. Á tanganum er forn rétt hlaðin úr grjóti sem notuð var sem nátthagi. Hlíðin vestan bæjarins er nokkuð brött og skiptist í klettahjalla og mýrar- drög. Jörðin er mjög víðlend, ein stærsta jörð í hreppnum og af bragðs beitiland. Upp með Hvalsánni fyrir ofan brúnir opnast Hvalsár- dalur, geysilangur og gróinn vel. Þangað var sóttur engjaheyskapur af nálægum bæjum áður en túnrækt hófst að ráði. Engjalandið er stórt og í því sléttar breiður, sumar véltækar. Var beitt þar hestasláttuvélum við heyskap inn og Hvalsárbóndi sló þar með dráttarvél á fyrstu árum vélaaldar. Í Hvalsárdal eru talin hafa verið fjögur býli um lengri eða skemmri tíma. Þekktast af þeim er Feykishólar. Samkvæmt Jarða- bókinni eru munnmæli að þar hafi staðið kirkja eða bænhús til forna en eyðilagst í plágu. Til er örnefnið Kirkjuhóll í túni á Feykishólum sem bendir til þess að eitthvað sé hæft í þessum munnmælum. Þá er í þjóðsögum Jóns Árna sonar skráð saga af Feykishóladraugnum sem var svo magnaður að hann átti barn með stúlku þar á bænum að því sagan segir en það barn varð óvættur. Sú þjóðsaga er að flestu leyti skyld sögunni af Bakka-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.