Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 86

Strandapósturinn - 01.06.2014, Page 86
84 Verður sérstaklega að þakka ómetanlegt framlag heima manna við þessa framkvæmd. Ekki er þó öll sagan sögð. Þarna á ströndinni við ysta haf eru vetrarveður oft válynd og mikið fannfergi. Fór svo að annar burð- arbitinn á syðri brúnni tók að sligast undan snjóþyngslum. Við því varð að bregðast. Brúin var styrkt með flatjárnum neðan á brúar- bitann og brúin hækkuð upp um einn metra til að minnka snjóálag. Eyvindarfjarðará er oftast lítill farartálmi en getur orðið að skaðræðisfljóti og öllum ófær þegar hún er í þeim ham. Það er vissa þeirra, sem stóðu að þessari framkvæmd, að þessar brýr hafi nú þegar komið mörgum fótgangandi að góðu gagni, og muni svo verða um langa framtíð, eða eins lengi og þær eru uppi stand andi. Svo að ferðalangarnir fimm, sem komu að þessu í upphafi, séu ekki nafnlausir í þessari frásögn, er rétt að upplýsa að hér var á ferð göngumannahópur sem kallaði sig „Strandamenn“. Allir höfðu meðlimirnir búið í Strandasýslu lengur eða skemur og eiga þangað sterk ættartengsl. Þegar þessi brúarsmíði var gerð voru þeir allir búsettir á Akureyri. Áður hefur verið nefndur Haraldur Sveinbjörnsson. Nöfn hinna eru: Torfi Guðmundsson, Rúnar H. Sigmundsson, Hermann Sigtryggsson og Loftur Magnússon. Ljósm.: Loftur Magnússon. Brúin yfir nyrðri kvíslina. Hér hefur áin grafið sér þröngan og djúpan farveg. Víst má telja að drjúgan tíma hefur hún tekið sér til þeirra fram­ kvæmda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.