Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 100

Strandapósturinn - 01.06.2014, Qupperneq 100
98 þeim skólann. Höfðu þeir af þessu mikla ánægju. Morguninn eftir hófu þeir svo ferðina heim. Eitthvað gátu þeir þá létt róð ur- inn með segli út úr Hrútafirðinum en heim komu þeir í hvíta- logni á fimmta tímanum, eftir átta klukkutíma róður. Ég man vel þennan dag, við krakkarnir ætluðum að fylgjast með því þegar báturinn kæmi fyrir Kárhöfnina (þ.e. ysta klettinn á Smáhamra- Högunum), en það var orðið svo skuggsýnt þegar þeir komu að við urðum ekki vör við þá fyrr en við heyrðum áraglamrið þegar þeir voru komnir inn undir Hjalla (klettana utan við Þuríðarvík, litla vík yst í Naustavík). Auðvitað tókum við sprettinn niður í Naustavík til að taka á móti þeim. Það sem mér fannst fréttnæmast úr þessari ferð þeirra var að pabbi sagði að Mummi hefði synt 200 metra í sundlauginni daginn áður. Mér fannst mikið til þess koma því að það voru ekki margir sem ég þekkti sem kunnu að synda, hvað þá að geta synt 200 metra! Pabbi sagðist að vísu hafa lært sund þegar hann var á Hvanneyri og kvaðst hafa verið kominn vel á flot. Aldrei sýndi hann okkur þó þessa sundkunn- áttu sína. Þótt við krakkarnir værum oft að sullast í sjónum á sumrin áður en við lærðum sund, þá kom hann aldrei með okkur. Árið 1934 tók Mummi þátt í kappsundi sem fram fór á fyrsta héraðsmótinu sem haldið var á Skeljavíkurgrundum. Kepp endur voru bara þrír. Auk Mumma voru það Hermann Guðmundsson frá Bæ og Guðjón Ingimundarson frá Svanshóli, báðir lærðir íþróttakennarar. Synt var í sjónum frá flúrunni fram úr Grundar- tanga í áttina út að Víðidalsá, um það bil 100 metra. Ekki man ég hver vann þetta sund en Mummi mun hafa orðið síðastur, svo sem eðlilegt mátti teljast fyrir fram. Þótt héraðsmót væru haldin þarna á hverju vori næstu árin var ekki oftar keppt í sundi. Sundlaugin í Hveravík var starfrækt á hverju vori og þar fór fram sundkeppni að loknum sundnámskeiðum, sem var þá reyndar kallað sundpróf. Þótti það ólíkt hlýlegra heldur en að synda í köldum sjónum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.