Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 104

Strandapósturinn - 01.06.2014, Síða 104
102 hátt í það sem kindur hans voru metnar á. Hákarlaveiðar voru þar af leiðandi afar mikilvægar fyrir afkomu hans. Jón var 55 ára þegar hann lést og erfingjarnir „hér í byggðar- lagi öllum óþekktir“, eins og hreppstjóri orðar það í formála að uppskriftinni. Einhverjir þóttust þó vita að Eiríkur bróðir hans væri sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Honum skrifaði Jón Jónsson sýslumaður 28. nóvember 1825 og útskýrði að Jón Sverrisson hefði verið í sýslunni „um nokkur undanfarin ár“ og væri nú látinn. Hann hafði „heyrt eftir honum haft að hann skyldi hafa verið yðar al- eða hálf-bróðir og þarhjá að hann hafi farið til fundar við yður á næstliðnu vori“.9 Eiríkur Sverrisson, sem bjó í Mávahlíð og var tveimur áratugum yngri en Jón, svaraði því til 1. janúar 1826 að Jón hefði verið skilgetinn hálfbróðir sinn og ætti tvö börn komin til fullorðinsára, sem tveimur árum fyrr voru á Hallormsstað í Múlasýslu. Réttast væri að Jón Jónsson bæði Grím Jónsson amtmann á Möðruvöllum um að kanna málið. Eiríkur sagðist hafa gefið bróður sínum sex krónudali þegar þeir hittust um sumarið og hafði það eftir Klemens nokkrum Bjarnasyni, ættuðum úr Strandasýslu, að fjármunir Jóns hefðu „víða geymdir verið og með fárra vitorði; mun því verða að fram- koma hið fornkveðna að ýmsir haldi á auði þá út sé borinn sá dauði“. Jón hafði í bréfi sínu lagt til að Árneshreppur fengi eignir Jóns Sverrissonar til styrktar ómögum. Ekki ansaði Eiríkur því heldur sagðist hafa þá trú til Jóns Jónssonar „sem alþekkts dugnaðarmanns“ að hann varðveitti réttindi hinna „fjærverandi fátæku erfingja“.10 Bréf Eiríks kom að Melum 8. febrúar og 20. mars gekkst Jón hreppstjóri fyrir uppboði á eignum Jóns Sverrissonar í Stóru- Ávík. Hafði sýslumaður kveðið á um það í bréfi 19. nóvember árið áður og uppboðið verið auglýst í hreppnum 11. mars. Allt annað en kindurnar var selt og fór flest á svolítið hærra verði en matið gerði ráð fyrir; nam mat á því sem boðið var upp 26 rbd. 33 sk. en söluverð 36 rbd. 49 sk. Sumt fór reyndar á margföldu verði, til að mynda skinnstakkarnir á ríkisdal og skinnbuxurnar á annað eins, en sokkarnir á 26 sk. Hákarlsafurðirnar keypti Árni Árnason á Kambi á fáeina skildinga yfir mati, nema lifrina sem Sigríður Jónsdóttir í Stóru-Ávík fékk á matsverði.11 Fötin sem Jón hafði verið í, pelaflaska og fjórðungur af smjöri höfðu þá þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.