Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 8

Víkurfréttir - 16.12.2021, Síða 8
Bjarney S. Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suður- nesjum, á skemmtilegar jólaminningar þegar hún var hjá ömmu sinni og afa þegar hún var lítil. Í lögreglunni hefur vaktavinna haft áhrif á jólahefðir fjölskyldunnar en jóladagur er þó heilagur náttfatadagur. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Misjafnt en þetta árið hef ég verslað helming þeirra á netinu. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Örlítið fyrr í ár. Hef reyndar alltaf geymt að setja jólatré upp skömmu fyrir aðfangadag en hef lofað dóttur og eiginmanni að vera fyrr á þessu ári. Skreytir þú heimilið mikið? Passlega en eykst með auknum áhuga barnanna. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmáköku? Nei en vildi að ég væri myndarlegri hvað það varðar. Sem barn voru van- illuhringir og kókoshringir mitt allra uppáhalds. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Nei, get ekki sagt það. Lögreglustarfið hefur að hlutað til mótað það þannig hjá okkur. Vaktavinnan hefur verið fyrirferðarmikil í fjölskyldunni og því ekki að festa okkur í hefðir. Jóladagur er reyndar heilagur náttfatadagur. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Er Covid að trufla undirbúning jólanna? Engar hefðir á aðventunni. Við erum ekki að láta Covid trufla undir- búninginn heldur reynum við ræða það sem minnst. Mikilvægt að vera jákvæður. Hveru eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminn- ingu? Fyrstu jólin sem ég man eftir eru á Hringbrautinni hjá móðurafa og ömmu. Þar var yndislegt að vera og finna hlýju þeirra og elsku. Sú jóla- minning sem kemur fyrst í huga minn er frá 1984 þegar ég og Guffi frændi vorum að líka eftir Þórði húsverði og Bryndísi. Guffi var snemma hnyttinn og uppátækjasamur og ekkert eðli- legra en að leika þau fimm og sex ára gömul. Hefurðu sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Nei. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Engin ein, hver þeirra eftirminnileg á sinn máta. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Gönguskó Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Kalkúnn og tilheyrandi. Vonast til að eiginmaðurinn útbúi jólaís líkt og hann gerði síðustu jól. Hefðirnar hafa breyst. Áður var það hamborgar- hryggur en höfum valið að fara aðeins „léttari“ leið síðustu ár. Jóladagur heilagur náttfatadagur Páll Ketilsson pket@vf.is MUNUM EFTIR AÐ GLEÐJA OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR www.dutyfree.is Fríhöfnin óskar þér gleðilegrar hátíðar og endalausra ævintýra á nýju ári 8 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.