Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 43

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 43
Crème Brûlée ½ lítri rjómi ½ lítri mjólk 200 gr eggjarauður 200 gr sykur 2 stk vanillustangir Aðferð: Mjólk og rjómi soðið varlega upp ásamt vanillustöngum. Eggjarauðum og sykri er blandað saman í aðra skál. Vökvinn kældur örlítið niður og eggja- og sykurblönduna svo hellt varlega út í. Þetta er svo sigtað, sett í form og bakað í vatnsbaði á 98°C í 50 mínútur. Gott er að kæla eftirréttinn svo niður og að lokum er hrásykri stráð yfir og brennt aðeins undir grilli eða með sérstökum gas- brennara. Gamli góði Toblerone-ísinn 5 eggjarauður 1 heilt egg ½ lítri rjómi 1½ dl púðursykur 150 gr Toblerone (skorið í litla bita) Aðferð: Púðursykur og egg þeytt vel saman þar til það er orðið „flöffí“. Rjóminn er léttþeyttur. Öllu blandað mjög varlega saman ásamt Toblerone. Sett í fallegt kökuform og fryst. Gott að bera fram með jarða- berjum, sörum og blúndu- kökum. 1 msk karrí 3 msk olía Lítil dós kókosmjólk Smá biti ferskur engifer 2 hvítlauksgeirar ½ ferskur chili ½ rauð paprika ½ græn paprika 5 sm púrrulaukur 2 dl hvítvín ½ lítri rjómi 1 lítri vatn Fiskikraftur Kjúklingakraftur Cayennepipar Sjávarréttir sem þú vilt hafa í súpunni. Aðferð: Karrí hitað aðeins í olíu, allt grænmetið skorið í litla teninga, bætt út í og svitað. Hvítvíni bætt út í (má sleppa) og soðið aðeins niður, þá er kókosmjólkinni og rjómanum bætt út í. Smakkað til með fiski- og kjúklingakrafti og svo er gott að láta smá cayennepipar út í í restina. Gott er að þykkja súpuna örlítið. Sjávarréttir hitaðir aðeins og settir í súpuskál ásamt þeyttum rjóma með dilli. Súpunni hellt yfir. Gott að bera súpuna fram með nýbökuðu brauði, smjöri og jafnvel pestói. Rauðrófusalat 1 krukka rauðrófur 1 sellerístilkur ½ rauðlaukur 1 fersk, afhýdd pera 1 bolli valhnetur 1 bolli rúsínur Dressing: 4 msk majónes 2 msk sýrður rjómi 1 msk hunang ½ tsk engifer Smá salt og pipar Aðferð: Rauðrófur, perur, sellerí, rauð- laukur og valhnetur skorið í litla bita. Allt hráefni sett í skál og dressingunni blandað varlega saman við. Gott að gera þetta salat deg- inum áður og hræra reglulega í því. Sætkartöflusalat 2 sætar kartöflur 2 bökunarkartöflur 2 stilkar vorlaukur 1 epli Dressing: 500 ml majónes 2 msk sætt sinnep 1 msk Dijon sinnep 2 msk gúrku Relish 1 msk hunang Smá salt og pipar Aðferð: Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í litla teninga. Veltið teningum upp úr smá olíu, salti og pipar. Látið á bökunarplötu og bakið á 150°C þar til kartöflurnar eru eldaðar (u.þ.b. 15–20 mín.) Kælið þær svo alveg niður. Blandið saman dressingunni og bætið út í smátt skornum vorlauk og epli. Síðan er dressingunni blandað varlega saman við kartöflu- teningana. Látið standa í allavega tvo klukkutíma til þess að salatið „brjóti“ sig. Hamborgarhryggur með beini, u.þ.b. 2 kg Gljái 100 gr púðursykur 2 msk Dijon sinnep 2 msk sætt sinnep 1 msk hunang Aðferð: Hitið ofninn í 120°C. Setjið hrygginn í steikarapott með u.þ.b. einum lítra af vatni. Eldað í tvo tíma og fimmtán mínútur. Geymið soðið fyrir sósuna. Gljáinn settur á hrygginn og eldað í u.þ.b. fimmtán mínútur til við- bótar, eða þar til gljáinn er farinn að brúnast. Kjöthitamælir á að sýna 68°C óháð eldunaraðferð. Villisveppasósa 100 gr sveppir 50 gr þurrkaðir villisveppir 100 gr smjör 1½ msk hveiti Soð af hryggnum ½ lítri rjómi 1 tsk púðursykur Salt og pipar Aðferð: Sveppirnir er steiktir upp úr smjörinu, hveitinu bætt út í og svo soðinu og rjóma. Smakkað til með salti og pipar ásamt púðursykri. Hamborgarhryggur með púðursykursgljáa – borið fram með sætkartöflusalati, rauðrófusalati og sykurpúðasalati. Hvítvínsbætt karrí- kókos sjávarréttasúpa Eftirréttur Aðalréttur Forréttur VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 43

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.