Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 52

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 52
Á komandi ári verða sveitastjórnar- kosningar í landinu. Það er því lík- legt að á næst mánuðum verði meiri umræður um þá hagsmuni sem ný bæjarstjórn í Reykjanesbæ þarf að takast á við. Einnig munu koma fram á sjónarsviðið þeir einstaklingar sem vilja gefa kost á sér til setu í bæjar- stjórn á næsta kjörtímabili. Biðtíminn mælist í vikum Heilbrigðismál eru sá málaflokkur sem brennur mest á skinni okkar Suðurnesjamanna. Mikil óánægja hefur verið með þjónustu heilsu- gæslunnar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir. Fáir læknar, langir biðlistar og bið eftir tíma hjá lækni mælist oft í vikum. Dæmi er um að einstaklingur hafi þurft að bíða eftir símatíma hjá lækni í fjórtán daga. Heilbrigðisstofnun hefur verið móðurskip heilbrigðisþjónustunnar í nærsamfélaginu á Suðurnesjum. En HSS hefur ekki náð að fylgja eftir kröfum íbúa um þá þjónustu sem kallað er eftir þrátt fyrir gott starfs- fólk. Er þar fyrst og fremst langvar- andi stjórnunarvanda að kenna. Fjármagnið keyrir í burtu Í dag fylgja framlög til heilsugæsl- unnar þeim sem nýtir sér þjón- ustuna. Þúsundir íbúa Reykjanes- bæjar og Suðurnesja hafa valið sér þjónustu heilsugæslustöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Með því má segja að milljónatugir framlaga til reksturs heilsugæslu í Reykjanesbæ keyri eftir Reykjanesbrautinni og styrki heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það er því afar mikilvægt að þeir sem veljast til forystu Reykjanes- bæjar hafi skýra sýn á eflingu heilsu- gæslunnar og geri það sem í þeirra valdi stendur að hér opni einkarekin heilsugæsla. Það er eina leiðin til að tryggja að hér starfi nægjanlegur fjöldi lækna sem veitt geta eðlilega þjónustu sem við íbúar gerum kröfu um. Styrkjum HSS Það er síðan sérstakt verkefni að styrkja rekstur Heilbrigðisstofnunar. Ljúka við að koma öllu húsnæði stofnunarinnar í not. Bæta aðstöðu bráðamóttökunnar, heilsugæslunnar og starfsmanna. Halda áfram að bæta aðstöðu fyrir sérfræðilækna og fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu sem er mikilvægur þjónustuþáttur stofn- unar eins og HSS. Fjármál stofnun- arinnar er verkefni sem við gerum kröfur á að þingmenn og löggjafinn sjái um að verði á pari við það sem gerist á sambærilegum stofnunum. Það er af mörgu að taka Það eru mörg mál sem mig langar að fjalla um í fleiri greinum á næstu vikum og mánuðum. Þar mun ég halda áfram að kynna mínar áherslur og áhugamál sem gera samfélagið okkar í Reykjanesbæ betra. Hæfileg endurnýjun bæjarfulltrúa í næstu kosningum er eðlileg og það er kallað eftir því. Ég heiti Eiður Ævarsson, er giftur þriggja barna faðir og starfa sem rafeindavirki. Ég hyggst gefa kost á mér í eitt af efstu sætum á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningirnar 14. maí á næsta ári. Krafan er betri heilsugæsla Eiður Ævarsson. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Félag eldri borgara á Suðurnesjum sendir kærar kveðjur til félagsmanna sinna með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár sem færir okkur gleði, hamingju og samverustundir sem allir geta tekið þátt í. Við bjóðum nýja aðila velkomna sem eru 60 ára + Umsókn um aðild með nafni, kennitölu og heimilisfangi sendist á netfang: gjaldkerifebs@simnet.is eða í síma: Loftur 860-4407 og Guðrún 899-0533 Með jólakveðju Fyrir hönd stjórnar, Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Jólakveðja 52 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.