Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 55

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 55
Mér fannst alltaf inn á milli við vera dálítið hæg og bara svona gömul og ekki ekki alveg skilja þetta rétt. Við keyptum kvóta og hann var unninn í frystihúsinu og það var minna út úr því að hafa heldur en að leigja kvótann. Það var ekki sniðugt en svona var þetta.“ Hvernig gekk að fá fólk í vinnu í fisk eftir 1970 þegar þið voruð ný- byrjuð? „Það gekk ekki neitt. Einu sinni var ég búin að fara fimm ferðir til Kefla- víkur og sækja fólk um hádegi og aldrei mætti neinn sem ég var að sækja. Svo loksins náði ég að koma með eina. Svo var hringt; „Æji, ég svaf yfir mig“. Ég fór og sótti og hún kemur. Mig minnir að klukkan hafi verið um níu eða eitthvað nálægt því. Klukkan ellefu átti hún að fara til tannlæknis og ég er náttúrulega bara dreif mig með hana til tannlæknis og hún fór svo heim aftur. Þetta er búið að vera einn sirkus frá byrjun. Það var bara ekkert hægt að fá fólk á þessum tíma. Það voru alls staðar vinnslur og allir með sitt fólk. Það var prinsippmál að vera ekki að næla í fólki frá hinum. Það endaði með því árið 1973 að við erum með stelpur sem komu hingað og þangað frá að það var útbúin aðstaða fyrir þær í bílskúrnum hjá okkur. Þetta er eitthvert besta og skemmtilegasta tímabil sem ég man eftir þegar þær eru þarna. Svo fóru þær allar í skóla um haustið og þá sátum við uppi með ekki neitt. Þetta heldur bara áfram að vera svona mannahallæri þangað til að það fæst leyfi fyrir Pól- verja.“ Samkeppni við flugvöllinn Það var mikil fiskvinnsla á Suður- nesjum og fjölmargar vinnslustöðvar með sitt fólk. En svo var Keflavíkur- flugvöllur í samkeppni við fisk- vinnsluna um starfsfólk. „Mér var alltaf meinilla við flug- völlinn og er það bara eiginlega enn. Við vorum alltaf í samkeppni við völlinn vegna þess að hann þurfti á þessu að fólki að halda frá vori og fram á haust. Þá máttum við fá fólkið aftur en þá var enginn fiskur. Þetta voru aðallega konur sem við vorum að fá frá hausti og fram í mars, þá vildi völlurinn fá sitt fólk aftur. Þá vorum við allslaus. Það hefur alltaf verið barningur að fá fólk,“ segir Bobba. Þið eruð með þeim fyrstu sem farið að nýta ykkur útlendinga til vinnu? „Já og eftir það fer allt að breytast. Það er sumt af þessu fólki sem kom til okkar 1991 enn hjá okkur.“ Þið fenguð til ykkar Pólverja. Var það til að fá stöðugleika í starf- semina? „Það var ekkert fólk til innan- lands og þar af leiðandi hefði ekkert verið hægt að vinna þennan fisk. Eitthvernvegin þurfti að bjarga sér. Það kom til okkar fjölskylda frá Póllandi. Þetta voru hjón og fólkið hans kom í Garðinn og hennar fólk settist að á Stokks- eyri.“ Þetta hefur gengið vel? „Við höfum alla tíð verið mjög ánægð með okkar fólk. Okkar Pól- verjar, eins og ég segi alltaf, eru margir búnir að vera lengi og eru sumir ennþá.“ Misstu tvo menn í sjóslysi Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum? „Við höfum lent í áföllum. Við lentum í áfalli þegar Steindór GK fór upp í Krýsuvík en þar var mann- björg. Svo misstum við annað skip, Unu í Garði GK, og tvo menn með því. Það er það erfiðasta.“ Svo varð hjá ykkur stórbruni. „Einhvern veginn gleymi ég honum. Það voru bara dauðir hlutir sem fóru þar og ekkert í húfi. Auðvitað þurfti að byggja það upp aftur. Ég hef alltaf sagt að þetta væri bara þannig að við værum stjórnlaus. Það væri einhver annar sem réði þessu,“ segir Bobba og vísar til almættisins. Bobba vildi ekki flytja starfsemi fyrirtækisins á sínum tíma í Gerðar, heldur byggja áfram upp á fyrri stað. „Svo brennur og það var ekki til skófla til að róta í rústunum. Það er bara fyrir þrá og dugnað að þetta er byggt upp aftur. Ég tók ekki mikinn þátt í því og var ábyggilega oft erfið í því tilfelli. Og skammast mín ekkert fyrir það“. Vildir þú draga saman seglin? „Ég vildi bara í burtu. Ég vildi ekki búa við þetta, vildi fara í róleg- Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Bobba í Nesfiski Mér var alltaf meinilla við flug­ völlinn og er það bara eiginlega enn. Við vorum alltaf í samkeppni við völlinn vegna þess að hann þurfti á þessu að fólki að halda frá vori og fram á haust. Forsíða Víkurfrétta eftir brunann í Nesfiski árið 1987. VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 55

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.