Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 68

Víkurfréttir - 16.12.2021, Qupperneq 68
 • Gisting með morgunverði • Gisting með morgunverði og kvöldverði • Reykjavík Spa meðferðir • Sérsniðin gjafabréf 17 HÓTEL UM ALLT LAND Gjafabréfin gilda á Fosshótelum, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum GJAFABRÉF ÍSLANDSHÓTELA gjafabref@islandshotel.is | islandshotel.is/gjafabref EINSTÖK TILBOÐ og ótal möguleikar í boði Hefur rosalega gaman af því að baka Keflvíski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson leikur með Nimes Olympique í Frakklandi. Fólki finnst erfitt að finna gjafir handa honum en sjálfum finnst honum sérstaklega gaman að fylgjast með sonum sínum upplifa jólin og jólaundirbúninginn. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Elíasi Má og fjölskyldu en þau fluttu frá Hollandi til Frakklands í sumar. Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Ég bara fékk fjölskyldumeðlimi til að fara í verslanir fyrir mig og kaupa það sem ég hafði valið af netinu. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Bara eins og vanalega þá fóru þær upp 1. desember. Skreytir þú heimilið mikið? Nei, nei, ekkert rosalega en ég skreyti alveg eitthvað. Það er sérstaklega gert fyrir börnin, þeim finnst gaman að sjá jólaljósin. Bakarðu fyrir jólin, áttu þér uppá- haldssmáköku? Ég var nú ekkert mikið í því í ár en ég hef samt rosalega gaman að því að baka og ég hef alltaf haldið mikið upp á Daim-kökurnar. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Þegar ég bjó á Íslandi var yfirleitt svipaður undirbúningur og ákveðnar hefðir en eftir að ég flutti út þá er erfitt að halda í hefðirnar þar sem ég er í minna fríi en áður og fer ekkert heim til Íslands. Hvernig er aðventan – hefðir þar? Nei, ég get ekki sagt það. Áttu skemmtilega jólaminningu? Mér dettur fátt í hug. Ég á enga eina skemmtilega jólaminningu sem stendur upp úr. Eina er kannski það að þar sem ég kem minna heim núna og er ekkert yfir jólin þá saknar maður smá gömlu jóladaganna heima með fjölskyldunni. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Nei, það hef ég ekki gert. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Ég veit það eiginlega ekki, hef fengið flottar gjafir í gegnum árin en engin sem virkilega stendur upp úr svo ég muni í augnablikinu. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Nei, það finnst öllum voða erfitt að gefa mér gjafir þar sem ég eigin- lega á allt sem mig langar í. Ég er bara ánægður með allt og ekkert, er spenntari fyrir því að sjá strákana mína tvo opna sínar gjafir. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Það er yfirleitt hamborgarhryggur og allskonar meðlæti með því. Hvernig var árið 2021 hjá þér og þinni fjölskyldu? Hvert var farið í sumarleyfi? Það var bara rosa fínt. Við fórum ekkert í frí en fluttum frá Hollandi til Frakklands í sumar og höfum bara verið að koma okkur fyrir. Við eyddum sumrinu mikið úti þar sem veðrið var gott og vorum mikið að fara í leikgarða og þess háttar fyrir strákana svo þeir fengju útrás yfir daginn. Hvernig var árið í fótboltanum? Það var þokkalegt, ég spilaði vel og skoraði mikið – en ég er bara ánægður að vera loksins komin burt frá Hollandi. Ég var ekki að fíla mig í liðinu og gæðin þar voru hræðileg. Eftir að ég kom til Frakklands hef ég verið að koma mér meira og meira inn í hlutina hérna. Það talar náttúr- lega nánast engin ensku þannig ég þarf bara að fara í frönskukennslu svo ég skilji þetta fólk. Ég lenti í smá meiðslum, meiddist smá í læri, og missti af einhverjum fjórum leikjum þannig það hefur tekið mig aðeins lengri tíma en ég vonaðist til að aðlagast fótboltanum hérna – en það fer að koma að því að ég aðlagist 100%. Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. 68 // VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.