Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 81

Víkurfréttir - 16.12.2021, Side 81
„Elsku Jón Björn sér um matargerðina á aðfangadag, hann er bestur í sparimat,“ segir Hilma Hólm- fríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ. Hilma segist mjög þakklát þeim sem fundu upp á því að selja tilbúið deig í verslunum. „Það er stórkostlegt að geta leyft krökk- unum að raða kökum á ofnplötu og þær eru tilbúnar örfáum mínútum síðar. Það er algjört uppáhald.“ Hvernig hagar þú jólagjafainn- kaupum? Ég reyni að byrja snemma á jólainn- kaupum, ég reyni líka að versla hér á Suðurnesjum og reyni að nýta af- slætti og tilboð. Það er samt ekki þar með sagt að ég geri þetta allt. En stundum. Ég verð mjög óreiðukennd í þessum málum, er stundum búin að kaupa þrjár gjafir handa einum og ekkert handa öðrum og þarf svo að stilla þetta af þegar jólin nálgast. Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? Já, ég er ekki frá því. Við settum úti- ljósin upp frekar snemma upp í ár. Það er gott að fá jólaljósin upp þegar það fer að dimma. Skreytir þú heimilið mikið? Fyrir mér á jólaskraut að vera ófull- komið og helst svolítið gamalt. Heimilið mitt verður eiginlega eins og jólaskreytt bekkjarstofa hjá 6. bekk í grunnskóla. Sem mér finnst bæði rómantískt og kósý. Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? Áttu þér uppáhaldssmá- köku? Ég er mjög þakklát þeim sem fundu upp á því að selja tilbúið deig í verslunum. Það er stórkostlegt að geta leyft krökkunum að raða deigi á ofnplötu og fá tilbúnar kökur ör- fáum mínútum síðar. Það er algjört uppáhald. Mitt stærsta jólaundir- búningsverk snýr samt að bakstri. Ég reyni alltaf að baka brúntertuna frá ömmu Fríðu, sem er hin hefð- bundna lagterta með hvítu kremi og rabarbarasultu á milli. Þegar sú bök- unarlykt kemur í húsið mitt þá er að- ventan í hámarki Þetta hnoðtertan og þetta tekur mig heillangan tíma að gera þetta – ég þarf alltaf heilan dag til verksins. Það þótti ömmu minni og nöfnu alltaf fyndið. Enda gat hún hent hún í margar lagtertur fyrir hver jól og bjó til nokkrar smá- kökusortir á meðan. Eru fastar jólahefðir hjá þér? Mér finnst gaman að hefðum og á þær nokkrar en þær eru ekki heilagar. Mér finnst í góðu lagi þó brugðið sé út af vananum og vil allra síst að hefðir séu kreistar fram þegar það er ekki tími eða rými fyrir þær. Samverustundir með fjölskyld- unni er sú hefð sem aldrei bregst, hvernig sem þeim stundum er háttað eða hvað er á boðstólnum. Hvernig er aðventan – eru hefðir þar? Mér finnst gaman að sjá börnin mín spila og dansa fyrir jólin. Jóla- tónfundir tónlistarskólans og dans- sýningar Danskompanís veita mér ánægju og gleði. Tengdafjölskyldan mín hittist yfirleitt í laufabrauðsút- skurði þar sem Kristjánslaufabrauð hefur alltaf vinninginn þegar kemur að bragðinu en svili minn þykir skera út fallegustu kökurnar. Ég er búin að undirbúa mig vel fyrir árið í ár og ætti að ná að toppa hann. Svo er ég svo lánsöm að tilheyra nokkrum dá- samlegum vinahópum sem hafa haft þá hefð að hittast á aðventunni. Það er þó þannig með okkur fjölskyldu- fólkið, sem erum með börn á til- teknum aldri, að við eigum oft erfitt með að finna tíma. Einn hópurinn minn hefur fært jólahefðina sína yfir í nýárshefð í janúar, sem mér finnst bara algjörlega yndislegt að eiga inni eftir jólahátíðina. Annars segi ég stundum að það sé tvennt sem ég sé ekki sterk í, það er alltaf og aldrei. Mér finnst betra og skemmtilegra að leyfa hlutunum svolítið að koma til mín. Ég lifi út frá því að hvert tímabil í lífinu hafi sinn sjarma. Nú er ég á barnauppeldistímabilinu og þá er aðventan undirlögð ævintýrum sem tengjast þeim og þeirra lífi. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Áttu skemmtilega jólaminn- ingu? Ég er alin upp í Sandgerði og man eftir rólegum jólum með foreldrum mínum og bróður. Við vorum oft fjögur saman á aðfangadagskvöld og ég á notalegar minningar frá þeim stundum. Þegar ég var 12 ára fluttist skiptinemi inn á heimilið okkar. Það var 18 ára stúlka frá Ástralíu sem ég leit mikið upp til og geri enn. Ég man eftir því hvað okkur fjölskyldunni fannst skemmtilegt að upplifa jólin með henni og kynna hana fyrir ís- lenskum jólahefðum. Svo þegar ég var 15 ára fór ég ein til Ástralíu og upplifði jólin með henni og hennar fjölskyldu. Það er mjög eftirminni- legt að hafa verið í sólinni á jólunum og fengið að kynnast hefðum ann- arrar fjölskyldu. Hefur þú sótt messu um jólahátíð- irnar í gegnum tíðina? Ég tók þátt í kirkjustarfi sem barn, enda held ég að ég hafi bara almennt tekið þátt í öllu því barnastarfi sem boðið var uppá í Sandgerði. Ég var bæði í KFUK og sótti sunnudaga- skólann. Ég hef samt örsjaldan farið í messu á aðfangadag. Eftirminnilegasta jólagjöfin? Við systkinin fengum eitt sinn skíði með öllu tilheyrandi í jólagjöf. Það gladdi okkur mjög enda fannst okkur gaman að skíða. Ég á bæði skemmtilegar minningar úr skíða- ferðalögunum með skólanum og frá heimsóknum til ömmu Fríðu á Húsavík. Að ólgeymdri stórbrekk- unni við Bjarmaland í Sandgerði hjá Rúnu frænku og Gæja frænda. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að fá í jólagjöf? Mér þykja fallegar heimatilbúnar jólagjafir frá börnunum mínum alltaf bestar. Annars finnst mér upplifun- arjólagjafir snilld. Nú eru skemmti- legar sýningar í gangi hjá leikhús- unum og margt sem mig langar að sjá þar. Samverustundir eru eðalgjafir. Svo segi ég bara eins og Laddi: Ég óska mér helst að það verði friður á jörð milli manna og meyja. Að öllu gamni slepptu þá óska ég mér þess helst að við látum okkur aðra verða, verðum vinaleg og hugsum fallega og hlýlega til þeirra sem í kringum okkur eru og þá helst þeirra sem hafa fáa í kringum sig. Það á enginn að vera einmana um jólin. Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Frá því að krakkarnir fæddust og við höfum haldið okkar eigin jól. Þá höfum við verið með gamaldags hefðbundinn lambahrygg með öllu tilheyrandi. Elsku Jón Björn sér um matargerðina á aðfangadag, hann er bestur í sparimat. Ég sé um stöku meðlæti en aðallega er það mitt hlut- verk að dreifa hátíðarstemningunni yfir heimilið á aðfangadag og gera huggó. Við höfum náð góðu sam- starfi með skýrri verkaskiptingu þann daginn. Stundum búin að kaupa þrjár gjafir handa einum og ekkert handa öðrum VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 81 Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! AÐALSKOÐUN Hótel Grásteinn ehf 81

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.