Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 91

Víkurfréttir - 16.12.2021, Page 91
KATLA MEÐ KRAFTA Í KÖGGLUM Kraftlyftingakonan Katla Björk Ketilsdóttir úr kraftlyftingadeild Massa keppti á heimsmeistaramót- inu í ólympískum lyftingum um síðustu helgi. Heimsmeistaramótið fór fram í Taskent í Úsbekistan sem er í Mið-Asíu og þegar Víkurfréttir ræddu við Kötlu var hún enn að ná áttum eftir langt ferðalag og tímamun. Þetta var fyrsta stórmót Kötlu í senior-flokki kvenna en hún keppti í undir 65 kg flokki. Katla á að baki farsælan feril í unglinga- og U23- flokki en þess má geta að Katla er fædd árið 2000 og því aðeins 21 ára gömul. „Þetta ár hefur gengið mjög vel og ég hefði í raun ekki getað beðið um neitt betra,“ segir Katla í upphafi spjalls okkar. „Ég tók þátt í Evrópu- móti og Norðurlandamóti á árinu og gekk bara nokkuð vel. Ég búin að vera að keppa svolítið „constant“ í dágóðan tíma og er að vinna í því að byggja upp keppnisreynslu í full- orðinsflokki.“ Íslandsmet á HM Það er fjárfrekt að taka þátt í alþjóð- legum mótum en Katla ferðaðist á eigin vegum til Úsbekistan til að taka þátt í HM. „Ég er í háskólanámi þar sem ég er að taka uppeldis- og menntunar- fræði, auk þess er ég í fullri vinnu í Holtaskóla,“ segir Katla. „Launin fara að mestu í keppnisferðir og rétt duga fyrir því og til að lifa. Lyftingarsam- bandið tekur þátt í að greiða kostnað á sumum mótum en ég þurfti að standa straum af kostnaði við HM.“ Það reyndist vel þess virði því Katla gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet í sínum flokki. Hún sett Íslandsmet í snörun og samanlögðu þegar lyfti 85 kg í snörun og 186 kg samanlagt, þá lyfti hún 101 kg í jafn- hendingu. Stefnan sett á Ólympíuleikana Katla hefur sett stefnuna á að komast á Ólympíuleikana og þeir sem þekkja til hennar telja það vel raunhæft markmið hjá henni. „Mig dreymir um að komast á Ól- ympíuleikana en það er mikil vinna – vinna sem ég er tilbúin að leggj á mig.“ Gleðileg jól og farsælt komandi ár www.southair.is Gleðilega hátíð! Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða. Mig dreymir um að komast á Ólympíuleikana en það er mikil vinna – vinna sem ég er tilbúin að leggj á mig ... VÍKurFrÉttir á suÐurNesJum Í 40 ár // 91

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.