Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 8
ráðstefnunni átti Tony raunar drjúgan þátt í að koma á laggirnar, ásamt
öðrum þekktum málfræðingum, m.a. David Lightfoot og Ian Roberts.
Þessir fræðimenn leitast við að skoða breytingar á setningagerð tungu-
mála með hliðsjón af nýrri kenningum eins og þeim sem Chomsky er
höfundur að. DiGS-ráðstefnan var haldin í Háskóla Íslands vorið 2015 og
var greinasafn sem byggði á fyrirlestrunum gefið út hjá Oxford Uni -
versity Press (2021); ritstjórar voru Jóhannes Gísli Jónssson og Þórhallur
Eyþórsson. Tony naut sín vel á fagráðstefnum, var lífið og sálin í umræð -
um og spurði beinskeyttra spurninga sem gátu iðulega afhjúpað hvers
kyns veikleika í röksemdafærslu fyrirlesara. Þannig gegndi hann veiga-
miklu hlutverki í að meitla vísindalega hugsun allra sem á vegi hans urðu,
jafnt sjóaðra fræðimanna og auðvitað ekki síður háskólanema. Eitt eftir-
lætisorðtak hans var: „Áður en þú spyrð hvort eitthvað sé satt, spurðu þá
hvort það sé yfirleitt mögulegt.“ Þessari hlið á Tony kynntust íslenskir
málfræðingar vel því að hann kom nokkrum sinnum hingað til lands,
bæði til að taka þátt í stórum ráðstefnum eins og DiGS og í smærri mál -
þingum sem haldin voru í tengslum við íslensk málfræðiverkefni sem
Höskuldur Þráinsson skipulagði ásamt öðrum.
Tony lét sér annt um að efla tengslin milli Pennsylvaníuháskóla og
Háskóla Íslands og átti drjúgan þátt í að fá íslenska málvísindanema til
sækja sér framhaldsmenntun þar. Þessi tengsl hafa komið íslensku fræða -
samfélagi að góðu gagni, eins og m.a. má sjá af því að tveir skeleggir
málfræðingar, þeir Anton Karl Ingason (Háskóla Íslands) og Einar Freyr
Sigurðsson (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum), luku báðir
doktorsprófi í málvísindum við Pennsylvaníuháskóla. Óhætt er að segja
að Tony hafði mikilvæg áhrif á námsferil þeirra beggja, í námskeiðum,
umræðuhópum og jafnvel utan hefðbundinnar námsskrár.
Tony var mjög áhugasamur um að nota orðstöðulykla og trjábanka í
rannsóknum í sögulegri setningafræði, en slík tæki hafa verið þróuð hér á
landi með framúrskarandi árangri af Eiríki Rögnvaldssyni. Afrakstur
þeirrar vinnu nýttist mjög vel í gerð þáttaðrar málheildar sem byggir á
sögulegum textum og nefnist Icelandic Parsed Historical Corpus (IcePaHC).
Það var einmitt nemandi Tonys, Joel Wallenberg (nú dósent við Háskól -
ann í Jórvík), sem átti veg og vanda af þessari málheild í samstarfi við þá
Anton Karl og Einar Frey. Þetta þríeyki hefur í framhaldinu átt aðild að
ýmsum málheildarverkefnum þar sem aðferðir og hugmyndafræði Tonys
hafa enn mikil áhrif. IcePaHC-grunnurinn hefur án efa sannað gildi sitt í
rannsóknum á setningagerð íslensku á eldri stigum þótt vissulega væri
æskilegt að þróa það verkefni áfram. Annað áhugasvið Tonys sem skarast
Þórhallur Eyþórsson8