Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Qupperneq 36
aðgreiningar beins og óbeins andlags, yfirleitt með skírskotun til fallmörk-
unar og breytilegrar raðar nafnliða innbyrðis, á sér langa sögu (sjá t.d. í nor-
rænu samhengi þegar hjá Falk og Torp 1900:16, 283, van der Gaaf 1904:36
um ensku, sbr. einnig Kiparsky 1997 og Neeleman og Weerman 1999,
2009). Ýmsir málfræðingar hafa þó beint athyglinni sérstaklega að söguleg-
um stigum í þróunarsögu afmarkaðra tungumála og dregið í efa að tengsl
beygingarfræði og setningafræði geti verið bein því vísbendingar eru um að
sveigjanleg röð beins og óbeins andlags lifi lengur en annars mætti ætla
(sbr. t.d. Allen 1995, 2006 og McFadden 2002 um þróunina í ensku).
Málgerðarleg athugun Heine og König (2010) virðist renna stoðum
undir tengsl beygingarfræði og orðaraðar með liðum sem eru nafnorð en
ekki ef um er að ræða fornöfn.2 Heine og König (2010:93) gera ráð fyrir
að röð beins og óbeins andlags ráðist almennt af eftirtöldum málnotkun-
arlegum, merkingarfræðilegum og setningafræðilegum þáttum:
(3) a. Áberandi rökliðir birtist á undan minna áberandi rökliðum.
b. Þungir rökliðir birtist á eftir léttum rökliðum.
c. Rökliðir raðist í samræmi við tímaröð atburða í „raunheimi“.
d. Rökliðir birtist í samræmi við setningafræðilegar hömlur sem gilda í við-
komandi máli.
Sumir þessara þátta hafa verið nefndir í tengslum við íslensku, einkum þó
upplýsingaformgerð (Kjartan G. Ottósson 1991) og möguleg áhrif þyngd-
ar (Jóhannes Gísli Jónsson 2020). Þá er einnig hægt að benda á að færslu-
sagnir á borð við senda leyfa röðina ba-óa með óbeina andlagið í forsetn-
ingarlið og það á einnig við um gefa í færslumerkingu, t.d. í dæmum úr
íþróttamáli (gefa boltann á e-n), sem mætti fella undir (3d) (sjá nánar
Kjartan G. Ottósson 1991, Höskuld Þráinsson 2007:231, nmgr. 64). Þar
sem hvarf beygingarendinga er óverulegur þáttur í íslenskri málþróun er
tæpast ástæða til þess að dvelja nánar við hugmyndir af því tagi (sjá þó
umfjöllun í 5. kafla hér á eftir).
Hafa ber í huga að þrátt fyrir að tiltekin tungumál leyfi báðar raðir, óa-
ba eða ba-óa, er ekki þar með sagt að röðin sé endilega „frjáls“. Í þýsku
Heimir F. Viðarsson36
2 Ekki er fjallað um breytilega röð beins og óbeins andlags þar sem báðir liðir eru for-
nöfn í þessari grein. Slíkir liðir hegða sér almennt ekki eins og heilir nafnliðir í tungumál-
um og í sumum málum leyfist þar meira valfrelsi (sjá t.d. Anagnostopoulou 2005, Gast
2007). Þetta virðist þó almennt ekki eiga við um íslensku, hvorki í mínum gögnum né í
umfjöllun um nútímamál (sjá Collins og Höskuld Þráinsson 1996:417–418, nmgr. 38,
Höskuld Þráinsson 2007:99). Ég þakka ónafngreindum ritrýni góðar ábendingar um röð
fornafna en þau eru utan þess sviðs sem hér er fjallað um.