Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 37
leyf ast til að mynda allir möguleikarnir í (4) en með röðinni ba-óa þarf
beina andlagið þó helst að vera ákveðið eða a.m.k. jafnákveðið/-tiltekið og
óbeina andlagið (dæmi frá Lenerz 1977:44; hlutverk liða auð kennd hér til
skýrleiksauka):
(4) a. Ich habe gestern [dem Kassierer]óa [das Geld]ba gegeben. (ao.-ba-óa)
b. Ich habe gestern [das Geld]ba [dem Kassierer]óa gegeben. (ao.-óa-ba)
c. Ich habe [dem Kassierer]óa gestern [das Geld]ba gegeben (óa-ao.-ba)
d. Ich habe [das Geld]ba gestern [dem Kassierer]óa gegeben. (ba-ao.-óa)
e. Ich habe [dem Kassierer]óa [das Geld]ba gestern gegeben. (óa-ba-ao.)
f. Ich habe [das Geld]ba [dem Kassierer]óa gestern gegeben. (ba-óa-ao.)
‘Ég gaf <afgreiðslumanninum> <peninginn> <í gær>.’ (<…> breytileg röð)
Í þýsku er talað um tilbrigði í orðaröð eins og í (4) sem stokkun (e. scramb -
ling) og þar geta bæði andlögin aukinheldur flust fram fyrir atviksorð eins
og gestern ‘í gær’, saman eða hvort um sig. Stundum er litið svo á að stokk-
un komi aðeins fyrir í tungumálum sem hafi orðaröðina andlag-sögn (as)
í sagnlið þar sem as-röðin er oft talin mynduð með vinstrifærslu út frá
grunni sem er sögn-andlag (sa). sa-tungumál eins og nútímaíslenska væru
þ.a.l. ekki með stokkun.3 Í þýsku er orðaröðin ba-óa jafnan greind sem
ummyndun eða færsla (sjá t.d. Neeleman og Reinhart 1998 um þetta
atriði). Hliðstæð setningagerð í íslensku er nefnd umröðun (e. inversion)
og þar hafa ólíkar raðir venjulega verið taldar fela í sér ólíka grunnmynd-
un innan sagnliðar frekar en færslur (sjá umræðu og greiningu hjá Collins
og Hösk uldi Þráinssyni 1996).
Eins og Eiríkur Rögnvaldsson (1982:33, 103–104) benti á eru báðar
raðir leyfðar með tveggja andlaga sögnum eins og gefa í íslensku, þótt með
töluverðum takmörkunum sé (sjá einnig til dæmis Kjartan G. Ottósson
1991, Collins og Höskuld Þráinsson 1996, Kiparsky 1997, Jóhannes Gísla
Jónsson 2000, 2005:360, 2020, Dehé 2004, Höskuld Þráinsson 2007:98–
99, Ussery 2018, Bolla Magnússon 2019). Þessi setningagerð er tak-
mörkuð meðal annars að því leyti að hún er bundin við fallmynstrið þgf-
þf, báðir liðir eru venjulega ákveðnir og þurfa auk þess helst að tákna lif-
andi verur (dómar Höskuldar Þráinssonar í (5) og (6)):
(5) a. Þeir gáfu konunginum þrælana.
b. Þeir gáfu þrælana konunginum. (Höskuldur Þráinsson 2005:294)
Sögulegar breytingar á orðaröð 37
3 Hér verður ekki farið nánar í þennan mun en vísað er á umfjöllun hjá Þorbjörgu
Hróarsdóttur (2000:90 o.áfr., 236–247) um stokkun í eldri íslensku og um neikvæða stokk-
un í nútímaíslensku hjá Höskuldi Þráinssyni (2005:575–576 og rit sem þar er vitnað til).