Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 40
Færa má rök fyrir að form tveggja andlaga í íslensku sé einna áhuga-
verðast í málgerðarfræðilegu tilliti þegar viðkemur þeim flokkum sem falla
utan meginflokkanna þriggja. Þar er annars vegar um að ræða lárétta
röðun (e. horizontal alignment) eins og í (8b), sem svo er kölluð vegna þess
að fallmörkun greinir andlögin ekki að en fall þemans er eftir sem áður
markað gagnvart hefðbundnu falli beinna andlaga, og hins vegar þríþætta
röðun (e. tripartite alignment) eins og í (8c), þar sem fallmörkunin að -
greinir skýrt alla liði hvern frá öðrum. Í (8b) er því ekki greint milli þema
og viðtakanda (hvort tveggja þgf) en formlega er hvort tveggja þó að -
greint frá hefðbundinni mörkun á þolendum (þf). Í (8c) er hins vegar um
að ræða röðun þar sem bæði andlögin eru formlega auðkennd hvort frá
öðru (þgf og ef), auk þess að vera hvort um sig formlega aðgreind með
fallmörkun frá þolendum. Malchukov o.fl. (2010:6) telja þríþætta röðun
ekki vera „hagkvæma“ þar sem hún felur í sér mikla mörkun umfram það
sem nauðsynlegt þætti og er eftir því fátíð. Það sama eigi við um röðunina
í (8b) því hún hrökkvi ekki til að auðkenna nákvæmlega þau tvö hlutverk
sem þurfi að halda aðgreindum og sé þ.a.l. enn sjaldgæfari en þríþætt
röðun. Raunar er gefið í skyn að lárétt röðun fyrirfinnist e.t.v. ekki einu
sinni: „we do not know a single clear case of horizontal alignment“
(Malchukov o.fl. 2010:6). Öll þessi mynstur má rekja aftur til fornís-
lensks skeiðs og þau virðast því ekki vera sérlega óstöðug í sögulegu ljósi
þrátt fyrir að vera talin málgerðarfræðilega óvenjuleg eða óhagkvæm.6
Svo vikið sé aftur að umröðun í íslensku nútímamáli kemur fram í
nýlegri athugun Bolla Magnússonar (2019:31) að tíðni umröðunar er mun
lægri en vænta mætti almennt út frá umræðunni um þessa setningagerð í
sumum málfræðiritum, eða 0,24% af öllum dæmum um tveggja andlaga
sagnir í gagnasafni hans. Þessi niðurstaða passar einnig ágætlega við athug-
un Dehé (2004) þar sem setningagerðin fékk afar slæma dóma hjá málhöf-
um og hún kemur vel heim og saman við gögnin í 4. kafla hér á eftir.
Byggt á athugunum á Alþingisræðum (1911–2017) og Vísi (2004–2017)
sýnir Bolli Magnússon (2019:38–40) jafnframt fram á að hlutfall umröð -
unar fer sífellt minnkandi, sem hann túlkar á þá leið að umröðun teljist
e.t.v. til formlegs málsniðs eða eldra máls. Annað sem mikilvægt er að
komi fram og sætir tíðindum er að hjá Bolla (2019:31 o.áfr.) er mikill
Heimir F. Viðarsson40
6 Lífvænleika markaðra og/eða óhagkvæmra mynstra í íslensku mætti þó mögulega
setja í samhengi við algengar hugmyndir um að ólík samfélagsgerð geti leitt til þess að sum
tungumál hafi jafnvel tilhneigingu til þess að verða flóknari að vissu leyti frekar en að ein-
faldast beygingarfræðilega í tímans rás (sbr. t.d. Dahl 2004, Trudgill 2010, Lupyan og Dale
2010).