Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 41
munur á tíðni umröðunar innan ómarkaða fallmynstursins þgf-þf eftir
einstökum sögnum.7
Tenging breytileika eins og í (4) við as-tungumál hefur ýmist verið
greind með tilvísun til vinnslu og þáttunarlegra eiginleika (sjá t.d. Hawkins
1994, 2004) eða þess hvernig uppbygging setningafræðilegrar formgerðar
hefur verið talin verka öðruvísi í as-málum eins og þýsku en í sa-málum
eins og íslensku (Haider 2005, 2012). Þessar hugmyndir eru einkar áhuga-
verðar í tengslum við eldri málstig í ljósi þess að íslenska leyfði as-raðir
fram á 19. öld. Íslenska er að vísu frábrugðin þýsku að því leyti að grunnur -
inn virðist blandaður, sa samhliða as, og flokkast skv. hugmyndum Haiders
(2012) sem „þriðja tegundin“ (t3; blönduð röð). Þorbjörg Hróarsdóttir
(2000) gerir einmitt ekki ráð fyrir að forníslenska hafi haft as-grunn,
heldur hafi hún verið sa-mál í grunninn sem leyfði vinstrifærslur innri
rökliða út úr sagnlið (sjá einnig Halldór Ármann Sigurðsson 1988). Eiríkur
Rögnvaldsson (1994–1995) gerir aftur á móti ráð fyrir tveimur grunnum
í forníslensku, þ.e. að færibreytan sem ákvarði röð höfuðorðs (sagnar og
innri rökliða hennar) hafi ekki haft neitt gildi.
Ýmislegt mælir með sa-grunni sem aðrar raðir séu leiddar út af; sa er
algengari röð en as í forníslensku og það virðist vera hægt að benda á
merkingarlega eða málnotkunarlega þætti sem gera as-raðir mögulegar á
meðan sa-raðir virðast almennt leyfast án takmarkana (sbr. Haugan 2000).
Rannsóknir Þorbjargar Hróarsdóttur (2008, 2009) benda til að upp lýs -
ingaflæði hafi skipt sköpum að því er varðar as-orðaröð og að fylliliðir
sem eru gefnir í orðræðunni (e. discourse given), sem hefur verið minnst á,
og fylliliðir sem séu nýir (e. discourse new) hafi þannig haft nokkuð skýra
verkaskiptingu; gefnir liðir hafi ríka tilhneigingu til að fylgja as-röð (t.d.
hafa þessa bók/bókina/hana lesið með as-röð en frekar hafa lesið (einhverja)
bók með sa-röð). Hér verður engin afstaða tekin til ólíkra möguleika í
greiningum á grundvallarorðaröð forníslenska sagnliðarins en niður stöður
Þorbjargar benda þó skýrt til þess að hvarf as-raða í íslensku hafi í raun
ekki aðeins falið í sér breytingar á orðaröð; nær væri að segja að sveigjan-
legt kerfi sem stjórnaðist af upplýsingaflæði hafi vikið fyrir fastri orðaröð
Sögulegar breytingar á orðaröð 41
7 Til dæmis er afar forvitnilegur sá munur sem kemur fram með merkingarlega skyld-
um sögnum, annars vegar gefa andspænis afhenda og hins vegar segja andspænis tilkynna,
en með fyrri sögninni innan þessara para er tíðni umröðunar umtalsvert lægri en með
seinni sögninni. Þetta tengir Bolli þeim mun m.a. að með afhenda og tilkynna sé eðlilegra
að sleppa óbeina andlaginu, auk þess sem óbeint andlag geti staðið í forsetningarlið með til-
kynna en ekki segja, og þ.a.l. sé umröðun e.t.v. auðveldari með þessum sögnum (Bolli
Magnússon 2019:34).