Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 45

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Blaðsíða 45
meginlandsmálin, færeysku og ensku, svo dæmi séu nefnd (sjá t.d. Hösk - uld Þráinsson 2007:174, 231–232 og tilv. þar). Gögnin úr IcePaHC voru greind nánar samkvæmt eftirfarandi breytum þar sem grunngildi er það viðmið sem önnur gildi eru borin saman við:11 • Gróf setningarformgerð (grunngildi: s2/sa) • Sögn • Sagnflokkur (grunngildi: engin eiginleg tilfærsla) • Fallmörkun (grunngildi: ómarkað þgf-þf) • Þyngd (orðafjöldi) • Kvikt (grunngildi: kvikt) • Ákveðni (grunngildi: ákveðið) • Textategund (grunngildi: ekki trúarleg rit) • Áætlaður ritunartími Við tölfræðilega úrvinnslu og greiningu voru ofangreindir þættir settir inn í blandað línulegt aðhvarfslíkan (e. generalized linear mixed-effects model) í tölfræðiforritinu R (R Core Team 2020). Í þessum tilgangi var lme4- pakkinn og aðgerðir úr honum nýttar (Bates o.fl. 2015). Breyturnar hér fyrir ofan voru settar inn í líkanið sem forsagnar-/skýribreytur (e. predic- tor/explanatory variables) og eru tilraun til þess að segja til um dreifingu gagnanna út frá viðkomandi breytu. Blönduð aðhvarfslíkön bæta enn fremur við slembibreytum (e. random variables) sem forsagnarbreyturnar eru vegnar og metnar með hliðsjón af. Slembibreyta felur í sér einhverja óþekkta stærð í greiningu sem talið er að kunni að hafa áhrif á dreif- inguna, þ.e. hver gagnapunktur er ekki einfaldlega óháður öðrum, þrátt fyrir að ekki sé litið beinlínis á þann þátt sem greiningarþátt (sjá t.d. Gries 2015a:103, 2015b:99). Í tilbrigðarannsóknum í málvísindum er algengt að skilgreina einstaklinginn (eða höfund/texta) sem slembibreytu því ætla má að munur sé á milli málhafa (sjá t.d. Tagliamonte og Baayen 2012:158). Ef ein tiltekin sögn er t.d. ofuralgeng í gögnunum, hegðar sér á annan hátt en aðrar eða kemur aðeins fyrir á tilteknu skeiði getur líkanið jafn- framt tekið mið af því ef sögn er tekin með sem slembiþáttur. Sögulegar breytingar á orðaröð 45 11 Grunngildi hverrar breytu er oft valið út frá því sem er venjulegast eða ómarkað og er viðmiðunarpunktur. Val á grunngildi þjónar þeim tilgangi að hægt sé að lesa úr gögnun- um, t.d. hvernig í tilviki ákveðni ákveðinn liður er frábrugðinn óákveðnum lið í dreifingu. Ákveðinn liður er þá t.d. svo og svo mikið líklegri eða ólíkegri til þess að birtast með umröðun en óákveðinn. Ef grunngildið væri skilgreint sem óákveðið frekar en ákveðið snerist þetta við og við myndum rannsaka hvort óákveðinn liður væri líklegri eða ólíklegri en ákveðinn til þess að koma fram með umröðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.