Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 56
Að lokum er rétt að víkja aðeins að því hvað dæmin gætu sagt um
greiningu á umröðun. Samkvæmt hefðbundnum hugmyndum er um röðun
í íslensku ekki færsla beina andlagsins yfir óbeina andlagið, eins og e.t.v.
mætti ímynda sér, heldur ólík grunnmyndun þar sem tveggja andlaga sagnir
hafa sömu formgerð og samsvarandi forsetningarformgerðir með við tak -
anda í forsetningarlið (sbr. t.d. greiningu Collins og Hösk uldar Þráins -
sonar 1996:419–420). Setningafræðilegur munur á ba-óa (gefa bókina e-m)
og ba-flóa (gefa bókina til e-s) gæti þá falist í því að í fyrra tilvikinu væri
ósýnileg forsetning með óbeina andlaginu. Þar sem leitarskil yrðin náðu
ekki til dæma þar sem viðtakandi birtist innan forsetningarliðar varpar
rannsóknin ekki frekara ljósi á þetta atriði.
Ýmis samsvarandi dæmi sem Collins og Höskuldur Þráinsson (1996)
nota til að færa rök fyrir greiningu sinni er hægt að tilfæra af eldra skeiði.
Eins og í nútímamáli getur atviksorð farið á milli liðanna í hvorri röð sem
er (fornafnsandlög voru ekki tekin með í athuguninni í 4. kafla enda tak-
markaðist hún við dæmi þar sem báðir liðir eru nafnorð, sbr. einnig 3.
kafla hér á undan):
(15)a. og sýndi [oss]óa hvorvetna [dæmi miskunnar sinnar]ba.
(1150.HOMILIUBOK.REL-SER,.1887)
b. Færðu [honum]óa síðan [góðar gersemar]ba
(1150.HOMILIUBOK.REL-SER,.1313)
(16)a. Heiti hann [því]ba nú [Guði]óa …
(1150.HOMILIUBOK.REL-SER,.1138)
b. Egill ert allfús til að berjast þá skulum vér [það]ba nú veita [þér]óa.
(1250.THETUBROT.NAR-SAG,.148)
Collins og Höskuldur Þráinsson (1996) benda reyndar á ómöguleika
umröðunar með mynstrinu þgf-þgf sem röksemd gegn því að umröðun
feli í sér færslu beina andlagsins yfir óbeina andlagið en eins og við sáum
hér á undan í (11)–(12) finnast einnig dæmi um umröðun með fall-
mynstrum öðrum en þgf-þf. Hið sama sést einnig með beinu andlagi
sem er fornafn í (16a). Í (12a), sem er endurtekið í (17), sjáum við einmitt
líka dæmi um að atviksorð gat staðið á milli andlaganna með mynstrinu
þf-ef:
(17) þá biður Sigvatur skáld [leyfis]ba nökkverju síðar [konung]óa að sækja
Ívar heim (1275.MORKIN.NAR-HIS,.298)
Heimir F. Viðarsson56