Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 59
hafi mikil áhrif á það hvort andlag birtist á undan eða á eftir sögn í fall-
hætti. Þannig virðist einboðið að horfa á forníslensku sem tungumál sem
byggist frekar (a.m.k. í meira mæli) á upplýsingaflæði en á fastri orðaröð
m.t.t. stöðu frumlags, andlags og sagnar.16 Það kerfi er stöðugt m.t.t. grund -
vallarraðar andlaga á 14.–16. öld, þ.e. as-röð í um 80% tilvika með liðum
sem áður hafa verið nefndir, en það fer að breytast á 17. öld, uns fasta sa-
nútímamálskerfið hefur alveg tekið við á 19. öld (sjá Þorbjörgu Hróars -
dóttur 2008:266, töflu 2). Athugun Þorbjargar byggðist ekki á sama gagna -
safni og IcePaHC og það þarf auðvitað að hafa í huga ef bera á saman
þróun í röð andlaganna innbyrðis og röð andlags/andlaga og sagnar. Þró -
unin í tíma skv. athugun á IcePaHC (sjá Wallenberg o.fl. 2021:6, mynd 1)
virðist hins vegar ekki vera frábrugðin því sem komið hefur fram í athug-
unum annarra málfræðinga. Það bendir því sterklega til þess að breytileiki
í orðaröð sem byggðist á umröðun hafi látið fyrr undan síga en brotthvarf
as-orðaraðar í íslensku.
Ef tengja á fasta(ri) röð beins og óbeins andlags við minnkandi hlut-
verk upplýsingaflæðis innan setningaformgerðarinnar vaknar auðvitað sú
spurning hvað hafi komið þeirri breytingu af stað. Eitt mögulegt svar er
að líta þar til breyttrar formgerðar nafnliðarins með tilkomu og málfræði -
væðingu ákveðins greinis í íslensku og skyldum málum (sjá t.d. Lander og
Haegeman 2013, Stroh-Wollin 2016 og tilv. í þessum ritum). Á því stigi
sem as-orðaröð í íslensku er í samkeppni við sa ákvarðaðist orðaröðin að
verulegu leyti af upplýsingaflæði. Með tímanum endurspeglar ákveðinn
greinir með sífellt kerfisbundnari hætti þá verkaskiptingu sem birtist að
jafnaði í þessum ólíku röðum. Fyrir vikið má segja að formleg táknun
ákveðni í sérstökum ákveðnilið nái yfirhöndinni og dragi úr vægi orða -
raðar sem slíkrar til þess að gefa hlutverk liðanna til kynna. Rannsóknir á
þróun í táknun ákveðni á grundvelli gagna í IcePaHC benda til þess að
breytingatíminn rími að töluverðu leyti við þróunina með tveggja andlaga
sögnum (sbr. Heimi F. Viðarsson væntanl.). Við þetta bætist enn fremur
að málfræðivæðing greinisins sem höfuðs sérstaks ákveðniliðar er talið
hafa víðtæk áhrif á möguleika á frelsi í orðaröð (sjá nánar um hugmyndir
af þessu tagi m.a. hjá Platzack 2008, Lander og Haegeman 2013 og Heimi
Sögulegar breytingar á orðaröð 59
16 Ég þakka ónafngreindum ritrýni góðar ábendingar um hliðstæðar hugmyndir í
tengslum við greiningu á núllliðum og eðli þeirra í eldri íslensku (sbr. Höskuld Þráinsson
og Þóru Björk Hjartardóttur 1986 og Þóru Björk Hjartardóttur 1993) sem vissulega mætti
líta til í þessu samhengi. Einnig mætti nefna nýlega umræðu um uppkomu leppsins og
skyldubundið frumlag í íslensku, með tilheyrandi breytingum á frumlagssæti og fastari
orðaröð í íslensku (sbr. Booth 2018).