Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 60

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 60
F. Viðarssyni 2017a, væntanl.). Í ljósi breytinga á stöðu andlaga innbyrðis er hvarf sa-orðaraðar því samkvæmt þessum hugmyndum ekki sú þruma úr heiðskíru lofti sem hún gæti virst við fyrstu sýn.17 Annað atriði sem mætti tengja tregðulögmálinu og þeim breytingum sem hér eru til umræðu eru ytri áhrif á borð við erlend máltengsl. Því hefur verið haldið fram að setningafræðilegum mynstrum sem eru háð upplýsingaflæði hætti til að vera óstöðug og að þeim sé sérstaklega hætt við að breytast þar sem máltengsl komi við sögu (sjá D’Alessandro 2021). Gæla mætti við þá hugmynd að vaxandi áhrif dönsku og annarra tungu- mála (einkum í gegnum dönsku) hafi hægt og bítandi ýtt setningafræði íslensku nær fastskorðaðri setningafræði meginlandsmálanna. Áhrif dönsku á þeim tíma sem orðaröð í íslensku er að taka miklum breytingum, eink- um um það leyti sem as-orðaröð er á hröðu undanhaldi, voru veruleg eins og Haugen (1975) rekur til að mynda í athugagrein sinni um hvarf tvítölu í íslensku þar sem því er haldið fram að sú breyting sé tilkomin vegna erlendra áhrifa. Máltengsl væri þar með mögulegt að túlka sem utanað - komandi kraft sem hafi veitt beinni tengingu upplýsingaflæðis við setn- ingafræðina náðarhöggið, ef svo má segja. Aftur á móti dygði sú tilgáta væntanlega ekki til þess að gera grein fyrir því að það dregur jafnt og þétt úr tíðni umröðunar, allt frá elsta skeiði, nema þá að því leytinu til að á því máltengslaskeiði sem as-orðaröð var að hverfa hafi umröðun einnig verið á mjög hröðu undanhaldi og við það að líða undir lok. Önnur skýringartilgáta sem rétt er að nefna í lokin og hefur aðeins verið rædd í tengslum við nútímaíslensku er það sem kalla mætti „ógagn - sæistilgátu“ Neelemans og Weermans (1999). Tilgáta þeirra er að til þess að fallamál leyfi sveigjanlega orðaröð á borð við tilbrigði í orðaröð með tveggja andlaga sögnum þurfi fallkerfi að vera gagnsæ (sjá Neeleman og Weerman 1999:78). Samkvæmt greiningu þeirra er fallkerfi íslensku það ekki því að fallkerfi íslensku sé aðeins ríkulegt á yfirborðinu. Í raun og veru beri því að líta á íslensku sem mál sem ekki hafi (beygingarfræði leg) föll. Þetta kann að hljóma fjarstæðukennt en hugmynd þeirra er sú að þar sem verkaskipting fallanna í íslensku sé fremur óljós, einkum að því er varðar mikla virkni og útvíkkun þágufallsins (þ.m.t. á þemum), nýtist fall- kerfið ekki til þess að greina sundur hlutverk liða líkt og venjulega í falla- málum (sjá í þessu samhengi einnig Maling 2001, 2002 og nánar hjá Jóhannesi Heimir F. Viðarsson60 17 Málfræðingar hafa þó sannarlega bent á mögulegar tengingar milli hvarfs as-orða - raðar og annarra málbreytinga þó að þær tengist ekki beinlínis röð andlaganna, sbr. lækk- andi tíðni stílfærslu, uppkomu það-innskots og hvarf núllliða sem hafi orðið á svipuðum tíma (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 1994–1995:61–63 og tilv. þar).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.