Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 61

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Side 61
Gísla Jónssyni 2005:383–385 um samspil fallmörkunar og merkingar- hlutverka). Neeleman og Weerman (1999:95–96) gera grein fyrir þessu ógagnsæi á þann hátt að þátturinn <+markað>, sem eigi að greina að þágufall og þolfall á viðtakendum og þemum, sé upphafinn (e. neutralized) í íslensku. Ógagnsæistilgátuna mætti einnig setja fram með tilvísun til hugmynda um röðun liða frá málgerðarlegu sjónarmiði (sbr. 2. kafla hér á undan). Tilgátan myndi því fela í sér að svonefnda „óbeina“ samskipun (e. indirec- tive alignment), þar sem fallmörkun greinir formlega að þema og viðtak- anda, verði í raun og veru að túlka kerfislega í íslensku sem hlutlausa röðun (e. neutral alignment) líkt og í tungumálum án fallkerfis (sjá nmgr. 5). Ógagnsæið birtist því í mörkuðum mynstrum þar sem þemað er í þágufalli og rennur að forminu til saman við hefðbundinn viðtakanda samkvæmt hinu ómarkaða mynstri þgf-þf. Afleiðing þess að fallkerfi íslenskunnar telst samkvæmt Neeleman og Weerman (1999) vera ógagnsætt er að íslenska er sa-tungumál og leyfir ekki röðina ba-óa. Ýmislegt í íslensku mælir þó gegn þessari tilgátu eða að hún eigi við um íslensku. Í umfjöllun Neelemans og Weermans er til að mynda litið fram hjá þeirri staðreynd að as er möguleg orðaröð í nú - tímamáli með tilteknum liðum (magnliðum) og röðin ba-óa er vitaskuld ekki alveg útilokuð eins og fram hefur komið. Það að þágufall sé víða að finna á þemum er auk þess ekkert nýtt í yngri íslensku, þótt notkunarsvið þágufallsins hafi víkkað út í tilteknu umhverfi frá því að fornu (sjá t.d. Jóhönnu Barðdal 2007, Heimi F. Viðarsson 2017b). Töluvert hátt hlutfall þágufalls á þemum á eldri málstigum í íslensku væri því illsam rýmanlegt þeim sveigjanleika í orðaröð sem birtist á þeim tíma. Hlutfall þágufalls í nútímamáli er einnig tæpast nægilega hátt til þess að gagnast málnotend- um alls ekki, líkt og greining Neelemans og Weer mans gefur sterkt til kynna, og þótt erfitt sé að finna skýrar reglur um hvaða um hverfi kalli á þágufall fremur en ómarkað þolfall hafa þó verið gerðar tilraunir til þess (sjá m.a. Svenonius 2002, Jóhönnu Barðdal 2007 og Heimi F. Viðarsson 2017b). Þar með er vafasamt að ógagnsæis stað hæfing Neele mans og Weer - mans (1999) eigi rétt á sér. Til þess að draga saman umfjöllunina hér að ofan eru þeir kostir taldir vænlegastir að tengja breytingar á orðaröð í íslensku við rofið samspil upplýsingaflæðis og setningafræði. Einn álitlegur möguleiki sem var reif - aður var að sú breyting tengdist tilurð ákveðins greinis í íslensku og hvernig hann festist með tímanum í sessi sem höfuð sérstaks ákveðniliðar með beinum áhrifum á valfrelsi í orðaröð. Sögulegar breytingar á orðaröð 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.