Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 63
fastskorðuð. Takmarkaðri möguleikar á umröðun væru þá eitt af fyrstu
merkjum um breytingu í þessa átt í ljósi þess að aðrar grundvallarbreyt-
ingar í íslensku urðu síðar. Er þar einkum átt við breytingar á orðaröð í
sagnlið sem Þorbjörg Hróarsdóttir (2000, 2008, 2009) og Wallenberg o.fl.
(2021), meðal annarra, hafa lýst í athugunum sínum, sem og öðrum breyt-
ingum sem urðu um svipað leyti eða fylgdu í kjölfarið. Sú hugmynd var
reifuð að breytingar á upplýsingaformgerð og orðaröð tengist málfræði -
væðingu ákveðins greinis í íslensku og virðast athuganir á IcePaHC
mögulega renna stoðum undir það (sbr. Heimi F. Viðarsson 2017a, vænt-
anl.). Einnig var nefndur sá möguleiki að í ofanálag hafi erlend máltengsl
styrkt hina fastari orðaröð í sessi. Þessir hvatar voru hér því túlkaðir út frá
og settir í samhengi við þá utanaðkomandi krafta sem tregðulögmálið
gerir ráð fyrir að séu að verkum þegar setningafræðilegar breytingar eru
annars vegar. Hins vegar var sú tilgáta talin óálitleg að beygingarfræðilegir
þættir skýrðu takmarkanir á orðaröð í íslensku (sbr. Neeleman og Weer -
man 1999), auk þess að vera illsamrýmanleg sjálfum breytingatímanum og
þeirri sögulegu þróun sem birtist í gögnunum.
Enn er margt á huldu um þessa þróun fastari orðaraðar í íslensku og
hvernig gera eigi grein fyrir breytileikanum á setningafræðilegan hátt, t.d.
sem grunnmyndun eða færslu, auk þess sem nauðsynlegt er að kanna
þróun og formgerð tveggja andlaga sagna á grundvelli fleiri og fjölbreytt-
ari gagna en hér var gert. Frekari rannsóknir verða að leiða í ljós hvaða
skýringar falla best að þeirri sögulegu þróun í orðaröð, meðal annars með
tveggja andlaga sögnum, sem sjá má í sögu íslensku.
viðauki
Mynd 4: Ákveðni
liða: Orðaröð með
tveggja andlaga
sögnum í ís lensku
(1150–2008).
Dökka línan táknar
ba-óa og ljósa línan
táknar óa-ba.
Sögulegar breytingar á orðaröð 63