Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 72

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Síða 72
með sterkum lýsingarorðum í fyrri lið hefur stofninn svo sama form og nefnifallsmynd eintölu í kvenkyni, sbr. góðvinur og seinheppinn. Það er þó ekki alltaf svo að stofninn komi fram með þessum hætti í stofnsamsetningum og það gefur tilefni til ákveðinna vangaveltna um stofnsamsetningar: Er stofninn í stofnsamsetningum beygður og hvernig getum við komist að því? Er t.d. stofninn hest- í samsetningunni hesthús merktur falli og tölu á sama hátt og hest- (þf.et.) í beygingardæminu hest- ur? Ef ekki, hvernig er þá stofninn merktur og hvaðan kemur hann inn í stofnsamsetninguna? Og ef stofninn er ekki beygður hvernig er þá hægt að greina orðflokk hans? Á t.d. að greina stofninn kjaft- í samsetningunni kjaftæði sem sögn (kjafta) eða sem nafnorð (kjaftur) og er einhver leið að komast að því hvort annar hvor þessara möguleika á við?3 Sjónum er sérstaklega beint að óhljóðverptum stofnum ýmiss konar og skýringargildi þeirra, þ.e.a.s. af hverju nær einungis óhljóðverptir stofn - ar komi fyrir í stofnsamsetningum, nánar tiltekið af hverju t.d. stofninn varð- komi fyrir í stofnsamsetningunni varðhundur (en ekki *vörð- sem gæfi þá *vörðhundur). Á sama hátt er oftast valin óhljóðverpt mynd stofns - ins í stað þeirrar hljóðverptu þegar stofnsamsetningar með sterkum lýs - ingarorðum í fyrri lið eru myndaðar, sbr. flat- í stofnsamsetningunni flat- bytna (*flötbytna).4 Fjarvera hljóðverpts stofns í stofnsamsetningum er athyglisverð og verður nánar skoðuð hér á eftir.5 Munur stofn- og eignarfallssamsetninga er einnig til skoðunar hér. Á yfirborðinu felst hann í því að fyrri liður eignarfallssamsetninga er beygður, annaðhvort í eignarfalli eintölu eða fleirtölu, sbr. lækni-s(ef.et.)-hús og Þorsteinn G. Indriðason72 3 Í greininni verða stofnar í stofnsamsetningum stundum merktir með beygingu en það er nauðsynlegt að gera þegar greint er frá hugmyndum einstakra höfunda. Í 4. kafla má hins vegar finna útfærslu á stofnsamsetningum í íslensku sem gerir ráð fyrir að stofninn sé ekki merktur beygingarlega þótt hann samsvari í mörgum tilvikum ákveðinni beygingar- mynd. Á sama hátt verða stofnar í stofnsamsetningum orðflokkagreindir til þess að auðvelda og skýra umfjöllunina um nafnorð og lýsingarorð í fyrri liðum stofnsamsetninga, sjá 3. kafla, þótt ekki sé einboðið hvort merkja eigi þá með orðflokki á þeim stað þar sem þeir eru upprunnir, sjá 4. kafla. 4 Stofnsamsetningar með veikbeygðum fallorðum í fyrri lið eru sjaldgæfar, sbr. Kristínu Bjarnadóttur (2005:130, nmgr. 37): „Þannig eru nafnorð sem beygjast veikt ekki fyrri hluti í stofnsamsettum orðum, eins og sést af orðunum pennaljómi, *pennljómi, stelpu skott, *stelp - skott. (Stofnsamsetningar af hjarta eru undantekning, t.d. hjartveikur […])“. 5 Finna má ýmsar stofnsamsetningar með ö í fyrri lið sem virðast undantekningar frá þessu en oftast eru skynsamlegar skýringar til á því. Í stofnsamsetningu eins og lögbók er lög fleirtöluorð og í lýsingarorðinu fölleitur er ö í föl stofnlægt, þ.e. það helst í öllum beyg- ingarmyndum. Nánar er fjallað um ýmsar undantekningar og skýringar á þeim í kafla 3.6.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.