Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 74
hann sé ekki merktur neinum málfræðilegum formdeildum (e. acategori-
al), svo sem tölu eða falli, og að af þeim sökum sé oft erfitt að greina orð -
flokk stofnsins. Umfjöllunin er nauðsynlegur undanfari 3. og 4. kafla þar
sem farið er nánar í þessi mál í íslensku og hún er að mestu rakin í réttri
tímaröð hér.
Scalise (1984:71–78) segir stofna og sjálfstæð orð vera hluta af orða -
safninu (e. lexicon) í skrifum sínum um generatífa orðhlutafræði. Hann
leggur hins vegar til að stofnar séu sérstakur flokkur í hinni svokölluðu
orðabók (e. dictionary) og vill með því skilja á milli stofna og sjálfstæðra
orða. Anderson (1992:71) skilur á milli stofna og orða á þann hátt að stofn-
ar séu sjálfstæð orð að frádregnum beygingarendingum. Holmberg (1992)
skoðar einfalda og samsetta fyrri liði samsetninga í sænsku. Hann heldur
því fram að ef liðirnir eru einfaldir séu þeir rætur (e. roots) og þá ekki
merktir falli en séu þeir samsettir fái þeir úthlutað falli og séu því fall-
merktir, sbr. muninn á skol-flicka og skolflicks-dröm (sjá Holmberg 1992:29,
33). Josefsson (1997) fjallar einnig um sænsku og er nokkuð á sömu
slóðum og Holmberg þegar hún bendir á að skilgreina verði orðflokk út
frá beygingu. Ekki sé í raun hægt að orðflokkagreina stofna vegna þess að
þá skorti beygingarþætti sem sjálfstæð orð hafa (sjá Josefsson 1997:26).
Hún segir að úthlutun beygingarendingar sé dæmigerð fyrir sjálfstæð orð
— „but when we apply it to stems in the lefthand position of compounds
and derivations, we run into difficulties, since elements in the lefthand
position of compounds may not be inflected“ (Josefsson 1997:28). Josefs -
son (1997:27 o.áfr.) nefnir í þessu sambandi hversu erfitt sé að ákvarða
hvort fyrri liðurinn res í samsetningunum resveska ‘ferðataska’ og respass
‘vegabréf’ sé nafnorð, resa, eða samhljóða sögn, resa, sbr. það sem nefnt
var í inngangi um fyrri liðinn kjaft- í kjaftæði. Í þessum dæmum er erfitt
að skera úr um orðflokk með beygingarfræðilegum rökum.
Booij (2007:79) lítur svo á að fyrri liður stofnsamsetninga hljóti að vera
óskilgreindur með tilliti til beygingar, einkanlega vegna þess að svo margt
sé leyfilegt í þeirri stöðu, sbr. þessi ummæli: „The left, non-head position
X of stems […] allows for any kinds of constituents, and hence is left
unspecified.“ Í sama streng tekur De Belder (2017) í umfjöllun um hol-
lensku þegar hún segir að stofninn sé ekki merktur beygingarlega (sjá De
Belder 2017:138, einnig 166–167).
Eik (2019:89) tekur undir margt af því sem komið er fram hér þegar
hún segir að stofnar séu ekki beygðir (sjá einnig Spencer 2019:209). Um
leið og stofninn sé beygður verði hann að orði sem hægt sé að greina í
orðflokk (sbr. t.d. Anderson 1992 og Josefsson 1997 hér fyrr). Að sögn
Þorsteinn G. Indriðason74