Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Qupperneq 78
Þegar um er að ræða nafnorð í fyrri lið er útilokað að þau beygist þar,
eins og sýnt er í dæmunum í (5):
(5) a. bokglede (*bøker(ft.)glede, *boka(et.m.gr.)glede, *bøkene(ft.m.gr.)-
glede)
b. jentegjeng (*jenter(ft.)gjeng, *jenta(et.m.gr.)gjeng, *jentene(ft.m.gr.)-
gjeng)
c. guttesmil (*gutter(ft.)smil, *gutten(et.m.gr.)smil, *guttene(ft.m.gr.)-
smil)
Johannessen (2001:65) bendir á að ekki sé hægt að tölubeygja fyrri liðinn
eða að skeyta við hann greini, sbr. *bøker(ft.)glede, *jenter(ft.)gjeng; *bøkene
(ft.m.gr.)glede, *jentene(ft.m.gr.)gjeng.
Að lokum tekur Johannessen (2001:65–66) dæmi um sagnir í fyrri lið
á sama hátt og segir að ekki sé hægt að beygja sagnir í þeirri stöðu. Í
norsku, ólíkt íslensku, er stundum talið að nafnháttur geti komið fyrir í
fyrri lið (það er þó umdeilt, sjá t.d. Sandøy 1992 og Leira 1994). En eins
og Johannessen bendir á eru persónubeygðar myndir sagnarinnar ekki
leyfðar í fyrri lið né heldur lýsingarháttur þátíðar, eins og sýnt er í (6):
(6) a. drahjelp (*dro(þt.)hjelp, *dratt(lh.þt.)hjelp)
b. lesevansker (*leser(nt.)vansker, *leste(þt.)vansker, *lest(lh.þt.)van-
sker)
c. gåstol (*går(nt.)stol, *gikk(þt.)stol, *gått(lh.þt.)stol)
Ef fyrri liðurinn væri staður fyrir kerfisbundna beygingu ættu þar að
rúmast persónubeygðar myndir, sbr. þátíðarmyndirnar dro, leste og gikk,
og lýsingarhættirnir dratt og gått.6
Samkvæmt Johannessen benda dæmin í (4)–(6) til þess að um stofn sé
að ræða í fyrri lið samsetninga í norsku, þ.e.a.s. að beygðir liðir komi ekki
fyrir í fyrri hluta samsetninga. Johannessen telur því að stofngreining
henti best til þess að greina samsetningar í norsku. Hún reynir hins vegar
ekki að útskýra þá fyrri liði sem þó virðast beygðir. Til dæmis bendir
Leira (1994:66–71) í því sambandi á samsetningar eins og fedre(ft.)land
ʻföðurland’, tungt(hk.)vann(hk.) ʻþungt vatn’ og synge(nh.)dame ʻsöngkona’.
Þorsteinn G. Indriðason78
6 Hér má benda á til samanburðar nýlega úttekt Þorsteins G. Indriðasonar (2017b:
einkum 146–153) á sagnlegum fyrri liðum með -a í íslensku þar sem komist er að því að
ekki geti verið um nafnhætti að ræða í þeim tilvikum heldur sagnlegar rætur með tengi-
hljóðinu -a, sbr. dæmi eins og hakkavél, spilatími og kjaftaþáttur.