Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 80
3.2 Beygingarflokkar nafnorða og lýsingarorða í íslensku
Áður en lengra er haldið er rétt að minnast á skiptingu nafnorða og lýs ingar -
orða í beygingarflokka. Í íslensku er hefðbundið að greina beygingar-
flokka sterkra og veikra nafnorða eftir endingum í ef.et. og nf.ft. (sjá t.d.
Ástu Svavarsdóttur 1993:64 o.áfr. og Eirík Rögnvaldsson 1990:55). Í töflu
1 er gert ráð fyrir 15 beygingarflokkum.
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn
sterk beyging veik beyging sterk beyging veik beyging sterk beyging veik beyging
hest-ur tím-i nál stelp-a borð aug-a
smið-ur Dan-i mynd lyg-i
stað-ur bónd-i geit
faðir vík
Tafla 1: Beygingarflokkar sterkra og veikra nafnorða í íslensku.
Í töflunni eru sýndir sjö flokkar karlkynsorða (fjórir flokkar sterkra og
þrír flokkar veikra), sex flokkar kvenkynsorða (fjórir flokkar sterkra og
tveir flokkar veikra) og tveir flokkar hvorugkynsorða (einn sterkur og
einn veikur flokkur). Eins og áður hefur komið fram eru það að mestu
flokkar sterkra nafnorða sem eru stofnar í stofnsamsetningum.
Sterk beyging lýsingarorða er einfaldari þar sem lýsingarorð beygjast
eftir kyni (öfugt við nafnorð), sbr. rík-ur (kk.et.nf.), rík (kvk.et.nf.) og rík-t
(hk.et.nf.).
3.3 Tegundir stofna í stofnsamsettum orðum í íslensku
Í þessum kafla er gefið yfirlit yfir stofna sem geta komið fyrir í stofnsam-
setningum í íslensku og sýnt hvernig þeir skiptast eftir orðflokkum. Rétt
er að ítreka það, eins og nefnt er í nmgr. 3, að slík orðflokksgreining er
hér höfð til skýringar en er ekki endilega örugg eða rétt þegar átt er við
stofna í stofnsamsetningum (sbr. einnig Eik 2019:35 um þetta atriði og
umræðuna í kafla 2.2). Sýndar eru töflur með stofnum nafnorða og lýs -
ingarorða en nefnd einstök dæmi um stofna sagna, fornafna, atviks orða,
töluorða og forsetninga. Byrjað er á umfjöllun um nafnorð og síðan tekur
við umfjöllun um lýsingarorð.8
Þorsteinn G. Indriðason80
8 Í rannsókninni voru stofnsamsettar sagnir með fyrri lið sem svarar til stofns nafn-
orðs einnig skoðaðar, sbr. starfrækja, eignfæra og skattleggja. Tvö dæmi fundust um samsettar