Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 82
dyggðaríkur og búðarhnupl.10 Í eldra máli má þó finna stofnsamsetningar
á borð við búðseta. Ekki verður farið nánar út í það hér af hverju sum nafn -
orð virðast ekki geta komið fyrir í stofnsamsetningum og sömuleiðis af
hverju ekki er hægt að mynda eignarfallssamsetningar með öðrum nafn-
orðum. Slíkar takmarkanir á orðmyndun eru hins vegar verðugt rann-
sóknarefni út af fyrir sig.
Lýsingarorð beygjast í kyni, tölu og falli. Þegar myndaðar eru stofn-
samsetningar með lýsingarorðum er stofninn samhljóða beygingarmynd
sem er án endingar í nefnifalli, eintölu í kvenkyni, sbr. töflu 3 þar sem
sýndir eru stofnar þar sem ekki er möguleiki á u-hljóðvarpi.
Lýsingarorð í kvk.nf.et. Stofnsamsetning
bág bágborinn
lág lágvaxinn
prúð prúðbúinn
trygg trygglyndur
þunn þunnhærður
góð góðvinur
sein seinheppinn
Tafla 3: Lýsingarorð án u-hljóðvarps og samsvarandi stofnsamsetningar.
Stofn orða af öðrum orðflokkum — sagna, fornafna, atviksorða, töluorða
og forsetninga — getur líka komið fyrir sem fyrri liður stofnsamsetninga,
sbr. bullsjóða, sérvitur, nærgöngull, þrífótur og tilkynna.
3.4 Óhljóðverptir nafnorðsstofnar í stofnsamsetningum
Eins og rætt var í kafla 3.3 er stofn sterkbeygðra nafnorða oft talinn sam-
hljóma þolfallsmynd eintölu í beygingu þessara orða. Það er hins vegar
ekki alltaf svo að sú mynd birtist í stofnsamsetningum, sbr. stofnsamsetn-
ingar með óhljóðverpta karlkynsstofna eins og katt-liðugur og varð-hund-
ur þar sem hefði mátt búast við þolfallsmyndinni, sbr. *kött(þf.et.)-liðugur
og *vörð(þf.et.)-hundur, ef stofninn væri þolfall eintölu. Þetta samband
beygingar og stofnsamsetningar í orðum með óhljóðverptum stofnum er
sýnt í töflu 4.
Þorsteinn G. Indriðason82
10 Sjá þó nýyrðið stöðfræði frá 20. öld og veiðarfæraorðið stöðnót, bæði orðin úr Rit -
málssafni Orðabókar Háskólans, og svo notaði Jónas Hallgrímsson samsetninguna lifur-
rauður.