Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2021, Page 85
Lýsingarorð í kvk.nf.et. Stofnsamsetning
flöt flatbytna *flötbytna
sönn sannleikur *sönnleikur
glöð glaðbeittur *glöðbeittur
hörð harðbýll *hörðbýll
skömm skammsýnn *skömmsýnn
röng ranghugmynd *rönghugmynd
fögur fagurbúinn *fögurbúinn
gömul gamalkunnugur *gömulkunnugur
Tafla 6: Lýsingarorð með u-hljóðvarpi og samsvarandi stofnsamsetningar.
3.6 Ýmsar undantekningar og hugsanlegar skýringar á þeim
Þegar dæmi um stofnsamsetningar með nafnorðum eru skoðuð sérstak-
lega má auðveldlega finna stofna sem virðast hljóðverptir, þ.e.a.s. undan-
tekningar frá því sem er algengast í slíkum tilvikum.
Kjölur er athyglisvert dæmi. Orðið beygist á eftirfarandi hátt í eintölu
og fleirtölu: kjölur-kjöl-kili-kjalar; kilir-kili-kjölum-kjala. Til eru stofn sam -
setningar eins og kjalsog og kjalfesta en einnig með kjöl-, sbr. kjölfar, kjöl-
festa og kjöljárn, og þetta stingur í stúf við stofnsamsetningar með fyrri
liðunum köttur, vörður og t.d. löstur (katt-, varð- og last-) þar sem venju -
lega er aðeins hægt að hafa óhljóðverpta stofna. Hugsanleg skýring á þess-
ari staðreynd er að þarna sé um að ræða tvímyndir (kjöl- og kjal-) og unnt
sé að velja á milli þeirra við orðmyndunina.14
Ekki er sérstaklega hugað að viðskeyttum orðum í þessari grein en
þó má benda á að á viðskeyttum orðum og stofnsamsetningum er at -
hyglisverður munur. Sum viðskeyti eins og -lingur taka með sér hljóð -
verpta stofna (i-hljóðvarp, sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2005:116) sem finn -
ast vart í stofnsamsetningum en viðskeyti eins og -legur gerir það ekki,
sbr. samanburð á orðum með -lingur, -legur og stofnsamsetningum í
töflu 7.
Leitin að stofninum 85
14 Stofnsamsetningin spölkorn (et. spölur-spöl-spöl/speli-spalar, ft. spelir-speli-spölum-
spala) er einnig óvenjuleg í þessu samhengi því hér mætti búast við *spal- í fyrri lið, *spal-
korn, þ.e. óhljóðverptri mynd. Ólíkt dæminu um kjal- og kjöl- að ofan eru ekki til tvímyndir
spöl- og *spal- og skynsamleg skýring á spöl- þarna liggur ekki í augum uppi.